Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Skemmtileg páskaeggjaleit verður í Viðey á laugardaginn

Páskaeggjaleit í Viðey á laugardaginn 08.apríl

Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fal­legri nátt­úru fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn gengur út á það að finna lítil páska­egg, en einnig verða nokkrir stærri vinn­ingar fyrir þá sem finna sér­stak­lega merkt egg.

Leikurinn verður ræstur kl. 13:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15. Þátttak­endur geta að sjálf­sögðu sleg­ist í hóp­inn síðar, en leik­ur­inn gengur þó út á þá meginreglu að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ en þó þannig að hófs sé gætt svo sem flestir fái egg. Afmörkuð verða sér­stök leit­ar­svæði, þar á meða eitt fyrir yngri kyn­slóð­ina (6 ára og yngri).

Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa sér ljúf­fenga hress­ingu fyrir eða eftir leit­ina. Fyrir þá sem vilja er nestisaðstaða á bak við Viðeyjarstofu.

Viðeyjarferjan siglir sam­kvæmt vetr­aráætlun um helgar.

Brottfarir frá Skarfabakka til Viðeyjar
13:15, 14:15 og 15:15.

Brottfarir frá Viðey til Skarfabakka
13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.

Ekkert þátt­töku­gjald er í páskaeggjaleitinni en gestir greiða ferjutoll

– Fullorðnir 1.200 kr.
– Börn 7–15 ára 600 kr.*
– Börn 0–6 ára 0 kr.*
*í fylgd með fullorðnum

ATHUGIÐ! Við mælum eindregið með því að gestir kaupi miða í ferjuna fyrirfram á elding.is til að forðast langar biðraðir.

Frekari upp­lýs­ingar veitir starfs­fólk Eldingar í síma 5195000 eða með tölvu­pósti á elding@elding.is