Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Skemmtilegar uppskriftir af kvöldmat undir 500 kaloríum !

Kókos og Karrý súpa

INNIHALD:1 stórt Grasker “Butternut Squash”.1 matskeið olía1 miðlungs stór laukur skorin smátt3 stilkar sellerí skorið smátt2 matskeiðar karrý duft1 teskeið túrmerik1 teskeið cumin1 teskeið kóríander

2 dósir af kókosmjólk, nota light til að halda sig undir 500 kal

2 teskeiðar sjávarsalt

2 matskeiðar sítrónusafi

Til að toppa með:
6 Matskeiðar Grísk Jógurt
1/4 bolli ferskur kóríander skorin smátt
6 Matskeiðar cashew hnetur skornar smátt

AÐFERÐ:

 1. Bakið graskerið í ofni á  190 í um klukkutíma eða þar til hægt er að stinga í gegn með gaffli auðveldlega.
 2. Skerið graskerið til helminga, skerið í burtu fræ og hendið. Skerið innan úr því restina og leggið til hliðar.
 3. Setjið olíu í pott og steikið laukinn í um 5 mínútur. Bætið við sellerí, karrý, túrmerik, cumin og kóríander og steikið i 5 mínútur til vðbótar. Bætið við 1/4 bolla af vatni í pottinn, setjið lok ofan á og leyfið að sjóða í um 7 mínútur eða þar till selleríið er orðið mjúkt.
 4. Setjið plönduna úr pottinum ásamt graskerinu í matvinnsluvél eða blandara. Blandið í um 3 mínútur eða þar til áferðin er orðin fín.
 5. Setjið síðan blönduna aftur í pottinn og bætið við kókosmjólkinni og salti. Hrærið vel á miðlungs hita þangað til að súpan verður heit og góð. Bætið þá við sítrónusafa.
 6. Skreytið svo og bragðbætið hverja skál með gríksu jógúrti, kóríander og hnetum.

Sætkartöfluborgari með Avókadómauki

 

INNIHALD:

HAMBORGARI:

1 miðlungs stór sætkartafla
1 bolli hafrar
2 matskeiðar ferskur kóríander smátt skorinn
1 1/2 teskeið hvítlauksduft
1 teskeið cumin
1/2 teskeið salt
1/2 teskeið pipar
1 dós svartar baunir, skolaðar og vatnið tekið frá
1 bolli maís
2 matskeiðar olía
8 hamborgarabrauð/heilhveiti til að halda kaloríufjölda

SÓSA

2 þroskaðir Avokadó
3 dl grísk jógúrt
1 teskeið sítrónusafi
1/4 teskeið salt
1 stór tómatur smátt skorinn

AÐFERÐ:

 • Hitið ofnin við 180 gráður. Bakið sætkartöfluna í um 50 mínútur eða þangað til að hún er mjúk
 • Setjið sætkartöfluna, hafra, 1 bolla af svörtum baunum, kóríander, hvítlauksduft, cumin, salt, pipar og 1 teskeið olíu í matvinnsluvél eða blandara þangað til að áferðin er slétt.
 • Bætið síðan við restinni af svörtum baunum, maís og hnoðið í hamborgara
 • Hitið olíu á pönnunni og steikið hamborgarana vel á báðum hliðum
 • Stappið Avókado, grískri jógúrt, sítrónusafa og salti saman. Hrærið síðan tómötum við.
 • Berið fram í heilhveitibrauði

Blómkálspizza

INNIHALD:

Pam Sprey

2 bollar blómkál rifið eða um 1/2 stór blómkálshaus

1 egg hrært

1 1/4 bolli mozzarella ostur rifinn

2 matskeiðar rifinn parmensan ostur

Kosher salt og pipar

1/4 bolla tómatsósa td lífræn frá Sollu

1 bolli kokteil tómatar skorninr til helminga

2 hvítlauksgeirar smátt skornir

1/4 teskeið rauður pipar eða chilli

Fersk basilikku lauf

LEIÐBEININGAR:

 1. Hitið ofnin á 180 gráður, setjið bökunar pappír á plötu.
 2. Rífið niður blómkálshausinn með rifjárni ætti að vera um 2 bollar. Setjið í skál og hitið í örbylgjuofni í um 7 mínútur eða þar til að það er mjúkt. Leyfið að kólna.
 3. Blandið saman við blómkálið eggi, einum bolla Mozzarella, parmesan osti, salt og pipar, hnoðið vel saman. Þegar degið er tilbúið fletjið þá út pizzuna á bökunarpappírinn.
 4. Setjið ofan á pizzuna tómatmauk mælum með frá Sollu, 1/4 mazzarella, tómötum, hvítlauk og chilli. Bakið í ofni í um 10 mínútur eða þar til að þið sjáið að osturinn er bráðnaður og pizzan stökk. Setjið basilikku ofan á áður en pizzan er borin fram

 

Kveðja

 KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR