Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Skinny Karmellu Frappuccino- Fáar kaloríur en algjör unaður!

Þessi uppskrift er algjört himnaríki fyrir þá sem elska kaffi en fá illt við tilhugsina að borga mikin pening fyrir glas sem klárast á einni mínútu! Þessi uppskrift gefur þessum kaloríu ríku og oft rán dýru drykkjum ekkert eftir!

Innnihald:

3 bollar af ísmolum
1 bolli sterkt kaffi (kælt)
1/2  bolli möndlumjólk
sætuefni eins og td stevia
1/2 teskeið vanilludropar (val)
2 matskeiðar rjómi, fyrir þá sem vilja fækka kaloríum er gott að nota þeyttan kókosrjóma
1 matskeið sykurlaus karmellusósa. Hægt að fá sykurlausar sósur td frá Walden Frams

Leiðbeiningar:

  1. Setjið fyrstu 5 hráefnin saman í blandaran og blandið í um 1 mínútu. Smakkið til og bætið við kaffi, mjólk, eða sætu ef þess þarf.
  2. Toppið með rjóma/kókosrjóma og karamellusósu

Þessi uppskrift er fyrir 2 stór glös af karamellu Frappuccino. Hægt er að helminga uppskriftina eða setja einn skammt í frysta og eiga til næst þegar kaffiþörfin læðist fram. Þá er hægt að taka úr frysti og láta standa aðeins við stofuhita eða í örbylgjuofn í 1 mínútu.

Ef drykkurinn stendur of lengi ( Á meðan þið missið ykkur í að taka myndir fyrir Snapchat og Instagram) þá skilur kaffið sig og sest í botninn. Þá einfaldlega hrærið þið upp í drykknum og hann er delish aftur!

Uppskrift og myndir frá www.averiecooks.com