Skref fyrir skref – Hvernig á að setja farða á andlitið

RAKAKREM

Rakakrem er það fyrsta sem þú berð á húðina, góður raki er algjörlega nauðsynlegur til að byggja húðina upp fyrir flotta förðun.

GRUNNUR

Næsta skref er að bera á andlitið primer sem er frábær grunnur fyrir farða og förðunin helst falleg lengur.  Það eru til nokkrar gerðir af primerum og best er að fá aðstoð í snyrtivöruverslunum/snyrtistofum til að velja þann rétta fyrri þig.

FARÐI

Nú er komin tími til að bera á húðina farða best er að nota bursta eða svamp til að bera farðan á andlitið. Gefðu þér góðan tíma til þess að bera farðan á og jafna hann út. Best er að fá aðstoð hjá snyrtifræðing til að velja  hvaða litur af farða hentar þér best. Þú ættir að geta gengið inní hvaða snyrtivöruverslun sem er til að fá aðstoð við að finn þinn eina rétta.

 

 

HYLJARI

Hyljarinn kemur á eftir farðanum, hann er notaður til að birta til hæstu punktum andlitsins. Ásamt því að hylja betur bauga, bólur og roða. Gott er að fara yfir hyljara með litlausu púðri til að hann haldist betur á sínum stað.

SÓLARPÚÐUR

Bronzer eða sólarpúður er notað til að hlýgja upp andlitið og ýkja náttúrulega skugga andlitsins. Gott er að setja bronzer á enni, kinnbein og undir kjálkann.

 

KINNALITUR

Það frískar verulega uppá förðunarlúkkið að setja á sig smá kinnalit, en hann fer fremst á kinnarnar eða “eplin”

LITLAUST PÚÐUR

Þegar allt er tilbúið er mikilvægt að fara yfir förðunina með litlausu púðri en það festir niður farðann og hyljarann og kemur í veg fyrir að farðinn renni til og setjist í fínar línur. Gott er að nota stóran og mjúkan bursta í lausa púðrið.