ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Snappchat spjall vikunnar – Er við hana Anítu ofurmömmu og ofurkonu!

Þá er komið að næsta SnapChatspjalli vikunnar, og er það engin önnur en Aníta ofurmamma og ofurkona ! Viðtalið má finna hér að neðan! Góða skemmtun!

Nafn ? Aníta Estíva Harðardóttir

Mun mikilvægara, snappnafn? anitaeh

Hvenær byrjaðir þú að snappa? Ahh ég hef oft pælt í þessu mér finnst eins og allir aðrir snapparar muni hvaða dag þeir opnuðu snappið en ég á í vandræðum með að muna afmælisdag barnanna minna!! En það er að minnsta kosti ár síðan.. Held ég

Hvernig snappara telur þú þig vera? Ég byrjaði í einhverskonar mömmugír. Svo fannst mér það eitthvað svo ekki ég þar sem ég er svo miklu meira heldur en bara mamma. Ég reyni að hafa snappið á léttu nótunum með einstaka grín”þáttum” en svo á ég það alveg líka til að detta í hádramatískar kvöld umræður um málefni líðandi stundar 😉

Er hægt að snappa yfir sig? Já ég hugsa það.. haha ég tók mér ágætis “frí” svona seinni part sumars þar sem ég var orðin hálf rangeyg á því að glápa alltaf í símann og þurfti bara smá breik og ég held ég hafi verið búin að snappa smá yfir mig þá..

Hvað er það besta við snappið? Allt frábæra fólkið sem ég hef kynnst í gegnum þennan miðil.. Bæði aðrir snapparar og fylgjendur! Ég er ekkert smá heppin með fylgjendahóp og marga þeirra tala ég við í hverri viku. Falleg skilaboð eru líka æðisleg! Það er svo gott að vita að maður sé að gleðja einhvern með vitleysunni í sjálfum sér 😉

Áttu eitthvað snapptrix? Uuu neee ekki þannig.. Bara ekki nota bjútífilterinn alltaf.. það sjá það allir og þá er alltaf eins og maður sé úldinn þegar maður er ekki á bakvið snap haha

Hverjir eru þínir uppáhalds snapparar? Vá.. sko byrjum á byrjuninni.. Ég missi nánast aldrei af henni Gveigu85 og ef ég missi af degi hjá henni þá líður mér eins og ég hafi skippað yfir einn þátt í uppáhalds sjónvarpsseríunni minni! Sigrúnsigurpals má auðvitað ekki missa af enda á konan fjögur börn og með öll ráðin í bókinni.. Tinnzy88 stórvinkona mín er eitt mesta yndið og svo jarðbundin og ekkert kjaftæði! Gerður hjá Blush.is er með fyndnasta hlátur í heimi og þegar hún fær sér í glas á snapp.. Guð minn góður ég get hlegið endalaust af henni! Ég gæti líklega haldið áfram í allt kvöld! En þeir sem ég hef reglulega gaman af því að fylgja líka eru emilijabj, tinnabk, ernuland, frekjatattoo og úff já alveg pott þétt fleiri!

Vs

Snap vs Instagram? Æiiii mér finnst snapp miklu þægilegra. Maður er svo fljótur að skella einhverju inn en ég hef samt alveg gaman af Instagram líka enda elska ég fallegar myndir..

Popp vs. Snakk? Hvernig spyrðu! Snakk, allan daginn! Lays með Sourcream and onion!

Hundar vs. Kettir ? Ég er algjör hunda manneskja. Ég er þessi óþolandi sem vill klappa öllum ókunnugu hundunum..

Súkkulaði vs. Vanilla ? Súkkulaði… Velur einhver vanillu?!?

Hótel vs. Tjald? Hótel. Ég er með heiftarlegt gras og frjókorna ofnæmi og ég fer helst ekki í útilegur nema hafa leyfi til þess að vera full allan tímann.. Djók.. Eða þú veist, samt ekki.

Chill vs. Partý? Ahhhh ég er svakalegur chillari þótt ég hafi nú alveg gaman af því að detta einstaka sinnum í það..

Eitthvað persónulegt um þig? Ég er rosalega viðkvæmt blóm. Ég grenja yfir krúttlegum kettlingamyndböndum á youtube.. Ég stóð mjög framarlega í röðinni þegar það var verið að deila út tilfinningum.

Hvað er þitt vandræðalegasta móment? Guð minn góður þau eru svo mörg ég er virkilega seinheppin manneskja.. Ég man eftir einu skipti þegar ég var í framhaldsskóla og var að taka þátt í uppsettningu á leikriti skólans og var orðin of sein. Ég hljóp alveg á milljón inn og ætla að bruna niður tröppurnar en ég dett svona svakalega og fyrir neðan stóðu forseti nemendafélagsins og einhverjir fleiri og voru einmitt að taka eitthvað upp á myndband og náðu fallinu mínu niður allar tröppurnar upp á vídjó.. það var vandræðanlegt, verandi busi!

Takk fyrir spjallið! Snap: Anitaeh

Þar til næst !

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland