ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Snapptjattspjall vikunnar – Katrín Edda hún er ekki bara fyndin, klár og kát….

Næsta spjall er við snillinginn og kisukonuna hana Katrínu Eddu! Hún er ekki bara fyndin, klár og kát…heldur einstaklega falleg! Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt spjall sem ég tók við hana.

Nafn? Katrín Edda Þorsteinsdóttir

Mun mikilvægara, snappnafn? Katrinedda1… Hin Katrín Eddan á Íslandi tók katrinedda árið 2013. Nett pirrandi.

Hvenær byrjaðir þú að snappa ?

Ég byrjaði að snappa þegar snapchat var nýbyrjað árið 2014 og story var ekki til. Þá var ég bara óþolandi að senda snöpp endalaust á alla vini mína. Svo kom storymöguleikinn og ég opnaði fyrir það áður en ég fór í sjálfboðastarf í Afríku í desember 2014 með villtum kattardýrum og eftir það flaug fólk einhvern veginn inn. Ég bjó ein í Stuttgart í Þýskalandi í ár og leiddist og notaði snapchat til að tala við einhvern á íslensku og þannig einhvern veginn vatt þetta upp á sig.

Hvernig snappara telur þú þig vera?

Uhh. Góð spurning. Lífsstílssnappara þar sem lífsstíllinn snýst um ketti, verkfræði, súkkulaði, ræktina og prótein.

Er hægt að snappa yfir sig ? Nei. Eða ég veit ekki. Jú, kannski ef þú hugsar ekki um neitt allan daginn nema hvernig storyið þitt lítur út, áhorfin og fólk sem fylgist með. Ég er með of mikinn athyglisbrest og ófullkomnunaráráttu til þess að nenna því svo það er fínt fyrir mig.

Hvað er það besta við snappið? Að þú kemur fram nákvæmlega eins og þú ert og felur þig ekki bakvið glansmynd eins og á instagram.

Áttu eitthvað snapptrix?

Nei. Ég er eiginlega glötuð í öllum þessum trixum sem eru til.

Hverjir eru þínir uppáhalds snapparar?

Gveiga85 uppáhalds. Svo þeir sem ég fylgist reglulega með eru ernuland, thelmagudmunds, heidifitfarmer, thorunnivars, emiliabj, solrundiego, sigrunsigurpals, evaruza… Heidarlogi, rvkfit, brynjadan, hrefnalif… Ókei, ég eyði greinilega alltof miklum tíma í snapchat.

VS

Snapp vs instagram? Snapchat allan daginn.

Popp vs snakk? Súkkulaði.

Hundar vs kettir? Kettir! Elska hunda samt líka en kettir stjórna heiminum.

Súkkulaði vs vanilla? Súkkulaði.

Hótel vs tjald? Tjald nema einhver annar borgi hótelið fyrir mig þá hótel.

Hælar vs convers?

Converse. Eða Birkenstock, ég bý í Þýskalandi nefnilega…

Chill vs party?

Chill. Nema partí ef ég er á Íslandi. Þýsk partí sökka.

Áhugamál:

Ferðalög, hreyfing, útivera, dýr, tónlist, súkkulaði (já, það er áhugamál), bílar og tækni og rússíbanar. Rússíbanar eru skemmtilegir og hljóta að mega flokkast sem áhugamál.

Hvað ertu að gera í lífinu núna? :

Ég vinn sem vélaverkfræðingur í Bosch hjá hugbúnaðarþróun tölvuheila bíla. Og inn á milli ferðast ég og sé um kettina mína tvo og borða matinn sem franski kærastinn minn eldar handa mér.

Segðu okkur eitthvað persónulegt um þig :
Ég get haldið niðrí mér andanum í þrjár mínútur.

Takk fyrir spjallið snillingur! Mæli með að fylgja henni á Snappinu : Katrinedda1

Þar til næst

xx

Erna Kristín
Snapchat & Instagram : Ernuland