Sneak Peek – Áhugavert og skemmtilegt DIY í vinnslu

Við elskum skemmtileg DIY verkefni hér á KRÓM og núna erum við að mála sófasett.  Við keyptum þetta gamla sófasett til þess að hafa á skrifstofunni þegar við stofnuðum KRÓM og það hefur svo sannarlega komið að góðum notum. Um áramótin fluttum við í nýtt húsnæði og sófasettið passar ekki inn á nýja staðnum þá var annað hvort að losa sig við það eða breyta því. Margir hafa spáð í  því hvort það sé mikið mál að lita tauáklæði. Það er ekki mikið mál en þolinmæðin þarf að vera mikil.

www.sveina.is er verslun sem er með mjög góða tau málningu til sölu og eigandinn hennar er Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður. Við höfðum samband við hana og fengum hana til vera í samstarfi við okkur ásamt því að gefa okkur góð ráð.  Verslunin er staðsett á Akureyri en hún sendir um allt land.  Ég fékk mér  svartan lit sjá hér 

Hérna er fína sófasettið sem á að verða svart.

1. Fyrst er mikilvægt að þrífa áklæðið vel. Fjarlægja allt ryk og fitu ef það er til staðar á áklæðinu. Svo skal leyfa því að þorna alveg áður en hafist er handa.

2. Hjá Sveinu.is er hægt að fá tvenns konar áklæðismálningu, önnur er þynnri og ég notaði hana.

3. Málningin er látin þorna í sólarhring eftir hverja umferð.  ( það er ágætt að vera með hanska ef þú átt það til að brussast aðeins )

Taumálningin frá Sveinu.is gerir áklæðið ekki hart en eðlilegt er að tauáklæðið verði aðeins stífara en að sama skapi þá brotnar málningin ekki og hún endist vel á áklæðinu þrátt fyrir mikla notkun. Liturinn smitast ekki í föt þrátt fyrir að áklæðið blotni

 

Hérna eru komnar tvær umferðir á stólana  og ég þarf að fara eina í viðbót

Ég var að hugsa um að mála umgjörðina líka svarta en nú er ég á báðum áttum finnst þessi brúni lítur svo fallegur.

Ég ætla svo að sýna ykkur þegar ég verð búin að mála og það verður þá alveg tilbúið bæði sófinn  og stólarnir,

Kveðja

Erna