Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Sólrún Diego – Mikilvægt að halda utan um verkefnin og skipuleggja sig vel

Sólrún Diego er tuttugu og sex ára móðir, unnusta & nemi í HR, bloggari á mamie,is og heldur úti vinsælu snappi. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og lífsstíl.

  VIð heyrðum í Sólrúnu og fengum hana til að svara nokkrum spurningum.

 Hvað skiptir mestu máli?  
Fjölskyldan & vinir

Hvaða borg erlendis er í uppáhaldi og af hverju ? 
París er í miklu uppáhaldi og þá aðallega vegna þess að hún er ein fallegasta borg sem ég hef komið til.

Hvað ertu alltaf með í töskunni/veskinu? 
Varalit, varasalva, spennur, tyggjó og kort

Hvað er nýjast í fataskápnum og hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? 

Nýjasta í mínum skáp eru leðurbuxur & gegnsær rúllukragabolur. Ég myndi lýsa mínum stíl sem mjög stílhreinum & mjög dökkum þar sem ég er nánast alltaf í öllu svörtu haha !

 

Hvert er þitt versta tískuslys? 
Klárlega tímabilið þar sem útvíðar gallabuxur, Henson peysur og puma skór var málið !

Hvað gerir þú til að halda þér í góðu jafnvægi ? 
Held vel utanum allt sem er í gangi hjá mér og skipulegg mig mjög vel.

Ef þú ætlar að „tríta“ þig vel hvað gerir þú? 
Það er klárlega að slaka á. Ég er oftast eins og þeytispjald og þarf klárlega að læra slaka meira á og njóta !

Hvaða fjóra hluti átt þú alltaf til í ísskápnum? 
Hleðlsa, kæfa, ostasósa, epli & laukur !

Hvar sérð þú þig eftir 5 ár? 
Búin að gifta mig, vonandi komin með annað barn & að gera það sem ég elska.

Og að lokum, hvaða 3 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað myndir þú elda?
Ég myndi bjóða Kardashians systrunum & ætli ég myndi ekki elda Mexikólasagna svo ekkert myndi klikka haha !

Hér má sjá bloggið hennar Sólrúnar

Snapp og Instagram – solrundiego

Takk fyrir spjallið