ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Stefanía Bergs verður gestabloggari á Króm í sumar – “Ég er skrítin (kýs að nota orðið „áhugaverð“), opinská, sterk og traust”

Stefanía Bergsdóttir verður gestabloggari hjá okkur í sumar. Við erum rosalega spenntar að lesa pistlana frá henni en síðasta færsla frá henni sló rækilega í gegn, en hana má lesa : HÉR !
Við tókum smá viðtal við hana sem má lesa hér að neðan & viljum bjóða hana hjartanlega velkomna í króm teymið í sumar!

Hvað heitir þú og hvað ertu að gera í lífinu um þessar mundir?

Ég heiti Stefanía Bergsdóttir. Ég var að klára BA í guðfræði í vor og verð í sumar eldhress að selja útiföt í 66 á Bankastræti og reyna að finna út úr framtíðinni í leiðinni.

Hvað telur þú vera þína helstu kosti?

Þessi spurning er alltaf erfið, en ég tel mig vera fordómalausa manneskju. Ég hef samkennd og á auðvelt með að tengjast fólki og ber óendanlega ást til fjölskyldu minnar og vina. Svo er ég með einstaklega góðan húmor.

4 lýsingarorð sem lýsa þér best?

Ég er skrítin (kýs að nota orðið „áhugaverð“), opinská, sterk og traust.

Hver eru þín áhugamál?

Ég er heimsins mesti bókaormur, hef mjög gaman af því að horfa á fótbolta, skrifa og skapa og læra nýja hluti.

 Hverjar eru þínar fyrirmyndir í lífinu ?

Mamma er mín helsta fyrirmynd – sú kona er mögnuð. Ég dáist sérsaklega að fólki sem lifir í samræmi við eigin lífsgildi, sem tekst á við mótstöðu með höfuðið hátt og er fært um að vera sátt við sjálft sig og brosa framan í heiminn.

Súkkulaði eða vanilla?

Er einhver sem segir vanilla?

Kisur eða hundar?

Allann daginn hundar, þá sérstaklega einn enskur setter að nafni Kaldi (já, nefndur eftir bjórnum) sem er heimsins besta gæludýr.

Ef þú ættir eina ósk hver væri hún?

Úff. Gífurlega mikið sem ég myndi vilja óska mér til að gera heiminn að betri stað. Ef ég fengi eina þá myndi ég óska þess að ekkert barn þyrfti að upplifa ofbeldi.

Það verður æðislegt að fá að lesa færslurnar frá þessum snilling í sumar! 

Velkomin í Króm teymið