Stefania skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Stefanía – Bjargvættur brothætta hársins!

Þótt skammarlegt sé þá er því ekki að neita að ég er mjög auðseld manneskja og er einstaklega hrifin af skyndilausnum. Afleiðingarnar sem það hefur í för með sér er að ég hef keypt óheyrilegt magn af alls kyns töflum, djúsum, kremum og öðru tilheyrandi.

Hingað til hef ég aðeins verið virkilega ánægð með eina af þessum vörum og það er Hairburst.

Ég er ein af þessum manneskjum sem er með ótrúlega þunnt og viðkvæmt hár og ég get með sanni sagt að þessi vítamin eru ótrúleg! Hairburst gefa þér öll þau nauðsynlegu næringarefni sem þú þarft og árangurinn er magnaður. Það nærir hárið innan frá, styrkir það, lengir og þykkir. Ég keypti Hairburst fyrst í þeim eina tilgangi að fá hárið mitt til þess að síkka hraðar en sá líka hvað það hafði mikil áhrif á bæði neglurnar mínar (sem voru síbrotnandi) og húðina.

          

Fáanleg eru tyggjanleg vítamínhjörtu fyrir þá sem að eiga erfitt með að gleypa tölfur & sérstök hylki fyrir nýbakaðar mæður.

Eitt af því sem ég elska mest er að þetta er 100% náttúrulegt, vegan, laust við glúten, soyja og GMO. Það eru líka hvorki litar- né gerviefni.

 

Ef að þig langar í síðara, heilbrigðara og fallegra hár (og neglur) þá mæli ég hiklaust með Hairburst – þú sérð virkilegan mun eftir bara einn mánuð!

 

Alena.is sér um sölu og dreifingu Hairburst á Íslandi sem er til húsa á Dalbraut 1, 105 Reykjavík. Þar er líka að finna Hairburst sjampó og hárnæringu, serum til að lengja augnhárin og fleiri flottar Hairburst vörur.

* Ég fékk þessa vöru að gjöf

Stefanía