Stefania skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Stefanía – Uppáhalds vörurnar mínar til þess að takast á við þurrk!

Nú þegar veturinn er genginn í garð er enn á ný komið það vandamál sem hrjáir marga á þessum tíma árs – þurrkur.

Hitabreytingarnar hafa þau leiðinlegu áhrif að við erum mörg gjörn á þurrkublettum, varaþurki og öðrum skemmtilegheitum.

Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds vörum sem að hjálpa mér að takast á við þurrk.

Hörfræolía

Það er jafn mikilvægt að smyrja sig að innan og utan og er hörfræolía tilvalin til þess. Matskeið að morgni til og þú finnur muninn ótrúlega fljótt! Eina sem er leiðinlegt er að hún er ansi vond á bragðið, en ég hef alltaf glas af gulrótarsafa tilbúinn þegar ég tek þetta inn.

 

Dry Body Oil frá Morroccanoil

Ég er forfallin aðdáandi Morroccanoil varanna og þessi olía er lifesaver fyrir þurra húð, plús hvað lyktin af henni er geðveik.

 

Lip Medex frá Blistex

Þessi blái ætti nú að vera flestum kunnugur, enda lengi verið vinur flesta landsmanna. Fátt bjargar brotnum vörum eins og þessi demantur.

 

8 Hour Cream frá Elizabeth Arden

Þetta er það sem ég nota ef að ég fæ virkilega slæma þurrkubletti eða kuldaexem. Þú þarft ótrúlega lítið magn svo að þetta endist sjúklega lengi og húðin drekkur þetta í sig.

 

Handáburður frá L´Occitane

Uppáhalds, uppáhalds. Þennan nota ég reyndar allt árið, en ég er líka skrítin með það að ég þvæ á mér hendurnar fáránlega oft og sótthreinsa þær sem þurrkar rosalega upp húðina.

 

Clinique Moisture Surge Intense

Þetta er (amk hingað til) mest rakagefandi andlitskremið sem ég hef prófað. Nær að vera fullt af raka án þess að vera feitt. Love it.

Svo er náttúrulega lykilatriði að drekka nóg af vatni!

 

Stefanía