Stefania skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Stefanía – Úr horror-hári í hamingju!

Hárið á mér var ansi illa farið

Um daginn kíkti ég á snillinganna hjá Regalo Heildsöluverslun og þeim brá alldeilis í brún við að sjá á mér hárið! Ég er búin að fara ansi illa með það í von um að ná ljósa litnum mínum til baka á allt of stuttum tíma og var orðin svona skemmtilega appelsínugul (hinar óþolimóðu kannast við þetta vandamál).

Hvað er að ske?!

 

Þær voru ekki lengi að skella mér í stólinn og ganga í þetta heljarinnar verkefni og munurinn lét ekki á sér standa!

 

Er nokkuð viss um að þetta megi kalla kraftaverk

 

Ekki nóg með að þær séu svona ótrúlega skemmtilegar þá fræddu þær mig líka heilmikið um hár og hvaða vörur séu bestar fyrir mig. Ég mæli eindregið með því að adda þeim á snapchat: Regalofagmenn  þar sem hægt er að spyrja þær t.d. hvernig vörur henti þínu hári best!

Hinar dásamlegu Fríða og Sóley hugsa um mann eins og prinsessu og að sjálfssögðu fór ég ekki þaðan út án þess að fá það allra besta til að hugsa um mitt viðkvæma hár. Moroccanoil hefur slegið í gegn á Íslandi og ekki að ástæðulausu!

Moisture Repair sjampó og hárnæring frá Moroccanoil er sérstaklega gott fyrir þurrt og skemmt hár vegna hárlitunar eða annara efnameðferðar – sem sagt fullkomið fyrir mig til að díla eftirmála hvatvísinnar! Það er ótrúlega rakagefandi og draumur fyrir brotna enda þar sem það er fullt af andoxunarríkri argan olíu og kreatíni.

Svo er auðvitað hin eina sanna Moroccanoil Treatment olía. Andoxunarrík argan olía með glansaukandi vítamín. Hiklaust uppáhalds olían mín og fullkomin il að öðlast glansandi, mjúkt og heilbrigt hár.

 

Regalo er líka með hinar brilliant hárvörur frá Maria Nila. Þær eru 100% vegan og cruelty free ásamt að hafa skrásett Vegan Society, Leaping Bunny og Peta.

Maria Nila Repair línan sérstaklega góð fyrir þurrt og skemmt hár. Hún hjálpar endunum að ná sér og heldur raka og mýkt í hárinu!

 

Moroccan Restorative hármaskinn er samt uppáhalds varan mín um þessar mundir! Þetta er súpermaski sem hjálpar til með próteinbyggingu og endurbyggir styrkleika hársins innan frá.

Ég gæti ekki verið hamingjusamari með hárið á mér og er þvílíkt þakklát fyrir að hafa kynnst þessum dásamlegu fagmönnum!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Regalo

Stefanía