Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Street taco með grilluðum kjúkling og avókadó

Það er alltaf gott að fá hugmyndir af kvöldverði sem er auðveldur og tekur ekki langan tíma að útbúa. Fajitas er vinsæll réttur á mörgum heimilum og til eru margar góðar útfærslur. Hérna má finna eina auðvelda uppskrift af taco sem á eflaust eftir að slá í gegn… Hver elskar ekki grillaðan kjúkling og avokadó?!

Uppskrift fyrir 4

Kjúklingur:

 • 700 gr kjúklingabringur eða lundir
 • 1/4 bolli lime safi
 • 1/4 bolli olífuolía
 • 3 hvítlauksgeirar hakkaðir/maukaðir
 • 2 teskeiðar cumin
 • 1 1/4 teskeið chili duft
 • Salt og pipar

Leyfið bringunum að marenerast eins lengi og tími er til. Mælt er með 1-6 klukkustundum í kæli. Grillið bringurnar í ofni eða á grilli.

Meðlæti:

 • 22 – 24 litlar taco, hitaðar
 • 1-2 stórir avocado skornir í sneiðar
 • 1 raðlaukur skorinn smátt
 • 1/4 bolli skorið koríander
 • Lime bátar
 • Mexikó sósa, helst sterk

Raðið kjúkling og meðlæti á taco kökurnar og kreistið lime yfir ásamt dass af heitri sósu!

Uppskrift frá : www.cookingclassy.com