Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

“Subway” smákökur !!!  enginn sykur

Þessar eru svona venjulegar, ekki LKL heldur svona Subway kökur  !! hrós? veit ekki, en ég held það hehe. Hér eru þessar elskur, sykurlausar þó og ég notaði sykurlaust stevíusúkkulaði í þær svo þær eru nokkuð kolvetnaléttar 

“Subway” kökur !

(20 stk)
110 gr ósaltað smjör
65 gr Sukrin
40 dropar Stevía Via Health original
2 egg
1 tsk vanilludropar
40 gr möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
1/4 tsk Xanthan Gum
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk gróft sjávarsalt
50 g dökkt stevíu súkkulaði eða 85 % súkkulaði
50 g hnetur t.d. macadamiu, valhnetur, pekan eða heslihnetur
Aðferð:
Þeytið smjörið,stevíudropana og sukrin saman. Bætið út í vanilludropum og eggjum og þeytið áfram. Bætið því næst þurrefnum saman við og því að lokum grófsöxuðu súkkulaði og hnetum. Setjið kökurnar á bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið á 170° í 8-10 mín. Þær verða stökkar og fínar þegar þær ná að kólna. Ekki baka of lengi.

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

 

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR