Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Súkkulaðisæla í örbylgjuofni

Þessi er rugl einföld ef sætuþörfin læðist að manni
Alveg nóg ein svona kaka fyrir 2 ( hjá mér allavega )

 

Innihald:

1 egg
1/2 tsk vanilla
1 msk rjómi
2 matskeiðar gott kakó
3 msk sætuefni t.d. Erythiol
1 tsk vínsteinsduft
1 msk mjúkt smjör
Hrærið eggið vel saman, bætið við öðru innihaldi og setjið í örbylgjuofn í 1 -1 /2 mín þar til kakan lyftist og er ekki lengur blaut í miðjunni.

Þessi uppskrift dugði í 2 bolla og skiptu þessu á okkur 4 á heimilinu enda bara gott til að fá pínu nammi í eftirrétt,
Með þessu var borin fram1 tsk af hindberjum hituðum í potti , má bæta við örlitlu sætuefni ef þörf er á en berin eru í raun alveg nógu sæt og góð.

Þeytt rjómasletta og þú ert í skýjunum.

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari