Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Sumarlegir mjólkurhristingar á þrjá vegu

Ótrúlega skemmtilegt að bjóða upp á alvöru heimalagaða hristinga. Hver uppskrift er fyrir 1-2, best er að nota blandara til að gera hristingana, en það er líka hægt að nota töfrasprota eða matvinnsluvél.

Hnetusmjörs- og bananahristingur

3-4 vænar kúlur góður vanilluís

1 dl nýmjólk

2 msk hnetusmjör

½ banani

Karamellusósa

Þeyttur rjómi

min_img_7279

Aðferð: Þeytið saman ís, mjólk, hnetusmjöri og banana. Setjið karamellusósu innan í glasið sem þið notið, hellið hristingnum í glasið, toppið með rjóma og skreytið með banana og karamellusósu.

Jarðarberjahristingur

3-4 vænar kúlur góður vanilluís

1 dl nýmjólk

5-6 jarðarber

Þeyttur rjómi

min_img_7281

Aðferð: Þeytið saman ís, mjólk og jarðarberjum. Hellið í glas, toppið með þeyttum rjóma og skreytið með jarðarberi.

Kaffi- og súkkulaðihristingur

3-4 vænar kúlur góður vanilluís

1 dl uppáhellt kælt kaffi

Smá skvetta nýmjólk (1-2 msk)

1 msk súkkulaðisósa eða súkkulaðisýróp

Þeyttur rjómi

min_img_7291

Aðferð: Þeytið saman ís, kaffi, mjólk og súkkulaðisósu. Setjið smá súkkulaðisósu innan í glasið sem þið notið. Fyllið glasið af kaffihristingnum, toppið með þeyttum rjóma og skreytið með smá súkkulaðisósu.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir

Uppskrift frá Gott í Matinn HÉR