Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Sunnudags – Bananapönnukökur með hlynsírópi og grískri jógúrt

Namm þetta er girnilegt ! Er ekki  tilvalið að  bjóða upp á smá góðgæti, svona fyrst að það er sunnudagur!

Innihald
3¾ dl hveiti
3 msk hrásykur
2½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
½ tsk sjávarsalt
1 stk vel þroskaður banani, maukaður
4 dl ab mjólk
2 stk egg
½ tsk vanilludropar
50 g smjör, brætt

l1130414

Meðlæti:
Grísk jógúrt, eftir smekk
Niðurskornir bananar, eftir smekk
Jarðarber, eftir smekk
Hlynsíróp, eftir smekk

 Aðferð:

1. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál.

2. Pískið saman í annarri skál, eggjum, ab-mjólk, bönunum og vanilludropum. Hellið saman við þurrefnin og hrærið.

3. Setjið smjörið saman við. Hrærið.

4. Steikið á pönnu við meðalhita. Berið fram með bananasneiðum, jarðarberjum, grískri jógúrt og hlynsírópi.

 

Uppskrift frá Gott í matinn HÉR 

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR