Gerða skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Svona bý ég mér til múslí !!

Mér finnst æðislegt að búa mér til múslí sjálf og geta valið í það sem mér finnst gott. Rosalega fljótlegt og gott að eiga það til. Þetta er uppskrift sem ég held mikið uppá en auðvelt er að breyta eftir hentusemi.

Fínt er að byrja á því að kveikja á ofninum og setja hann á 180 gráður. Ég nota stóra ofnskúffu með smjörpappír sem ég smyr hráefninu á þegar það er tilbúið. Oft finnst mér gott að þegar ofnin er orðin heitur að hita bara hafrana fyrst í 7- 10 mín fyrst áður en ég set þá útí blönduna til þess að fá þá aðeins stökka.

unknown

Þetta er allt sett í stóra skál og hrært saman:

8 dl haframjöl ( stundum nota ég tröllahafra)

1 dl sólblómafræ

1 dl graskersfræ

1/2 dl hörfræ

1 dl saxaðar möndlur

1 dl valhnetur

1 dl brasilíuhnetur

4-6 msk kókosmjöl

2 msk kanil

Svo er eftirfarandi sett í pott og hitað við vægan hita:

1 1/2 dl kókosolia

1 dl hunang

2 msk agave sýrop

2 msk hnetusmjör

1 msk kakó

1/2 tsk salt

Þegar þetta er bráðið hellir þú því yfir blönduna í skálinni og hrærir með sleif

extra_large_whitney-port-homemade-healthy-granola-recipe-10-1000x750

Því næst dreifir þú vel úr því í ofnskúffuna of inní ofn í 20 mín. Ég opna ofnin stundum til þess að hræra aðeins í blöndunni.

Þegar þetta er tilbúið að þá leyfi ég því örlítið að kólna á borðinu og strá svo yfir söxuðum döðlum, rúsínum og trönuberjum 🙂

Verði ykkur að góðu.

 unknown-1 images

Kær kveðja, Gerða

img_2298