Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Sykurlaust döðlugott á tvo vegu

Döðlugott með fitnespoppi 

1 poki fitnesspopp, þarf ekki að nota alveg allan, má fá sér lúku
50 g smjör
100 g döðlur, niðurbrytjaðar
1 msk sukrin gold

 

Aðferð:

 Hitið smjörið, sukrin gold og döðlurnar í stórum potti þar til þær fara að bubbla.

Ég maukaði síðan þetta í pottinum með töfrasprota.
Malið gróflega niður poppkornið og blandið öllu saman þar til poppið er orðið húðað í döðlumauki.
Þrýstið þessu í form og þjappið vel niður. 

popp 2

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni með 1 tsk af kókosolíu og hellið yfir, ég notaði dökkt Valor súkkulaði sem er hægt að fá sykurlaust.

11071573_10153138606356894_7557049939606282849_n

Döðlugott með möndlum og haframjöli

100g möndlur brytjaðar
1 dl glúteinlaust haframjöl
50 g smjör
100 g döðlur, niðurbrytjaðar
1 msk sukrin gold

Aðferð:

Hitið smjörið, Sukrin gold og döðlurnar í stórum potti þar til þær fara að bubbla.
Gott er að mauka blönduna í pottinum með töfrasprota.
Blandið möndlunum og haframjölinu saman þar til allt er orðið húðað.
Þrýstið þessu í form og þjappið vel niður.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni með 1 tsk af kókosolíu og hellið yfir, ég notaði dökkt Valor súkkulaði sem er hægt að fá sykurlaust.

 

11081275_10153138606176894_8050388761196181649_n

 

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR