Thelma Dogg skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Thelma Dögg – Afmælisstress og tilheyrandi

Þann 5. Febrúar átti ég afmæli og í tilefni þess hélt ég uppá það laugardaginn 4. febrúar þar sem ég bauð vinkonum í kræsingar og með því. Það er alltaf jafn gaman að halda uppá þennan dag, sama á hvaða aldri maður er en mér finnst alltaf fylgja þessu stress.

Áður fyrr hefur fylgt mér þessi „afmælispressa“ að allt eigi að vera svo fínt, sem ég reyndi þó að láta ekki ná stjórn á mér fyrir þetta afmæli. Þetta er alveg ótrólega fyndið hvernig maður getur verið í kringum svona daga og eflaust fleiri sem kannast við það. En til að koma í veg fyrir svoleiðis óþarfa stress fékk ég í lið með mér nokkra aðila.

 

 

Ég hafði samband við 17 sortir og fékk frá þeim æðislega súkkulaði og oreo köku ásamt bollakökur sem slógu rækilega í gegn. Ég fékk hana Guðrúnu á Modus til að gera hárið mitt, því ég er ein af þeim sem hugsa sýst um það þegar ég er að gera með fína og enda oftast með það alltaf eins. Það var þess vegna tilvalið að ég skellti mér til hennar og hún græjjaði það. Síðan hjálpaði Sara mín í Júník mér að finna glæsilegt afmælisdress en ég mátaði endalaust af kjólum og hver af öðrum flottari!

 

 

Eins og sjást má var kakan glæsileg og smakkaðist ennþá betur. Mér finnst ótrúlega sniðugt hjá 17 sortum, að þau bjóða upp á sérpantanir á kökum, bolllakökum og makkarónur við öll tilefni, einnig eru þau með frábært úrval á staðnum sem hægt er að skoða. Kakan sem ég fékk var kaka mánaðarins en í hverjum mánuði er misjöfn kaka og er hún þá á sérstöku tilboðsverði. Hægt er nálgast allar upplýsingar á facebook síðunni þeirra hér.

 

 

Kjóllinn sem ég valdi mér var ótrúlega þægilegur en á sama tíma mjög flottur. Ég er lítið fyrir að vera í fötum sem eru þröng eða óþægileg svo þessi var tilvalinn. Hálsmenið fékk ég líka í Júník ásamt skónnum. Mér hafði lengi langað í svona skó, klassíska oddmjóa og opna skó sem ganga við allt! Úrvalið af fallegum skóm íJúník er mjög gott ásamt fyglihlutum eins og þessu hálsmeni sem ég kolféll fyrir.

Ég notaði það líka síðstu helgi við einfaldan bol sem gerði heilan hellin fyrir lúkkið. Einnig langaði mig að deila með ykkur að lækkað hefur verið allar flíkur um 30% í Júník og er það komið til að vera! Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðunni þeirra hér.

 

Ég var ótrúlega ánægð með þessa aðstoð sem ég fékk, sem gerði það að verkum að (lítið sem) ekkert stress var þetta kvöld og ég naut mín í botn!

 

Þar til næst!
Thelma Dögg x

Snapchat og Instagram: thelmagudmunds