Thelma Dogg skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Thelma Dögg – Stinnari, mýkri og rakari húð

Við þekkjum öll kókosolíuna en fyrir einhverjum árum kom hún eins og tískutrend sem átti að vera ráðið við öllum vandamálum. Hún er kannski ofmetin á þeim skala en góð er hún, svo góð að ég hef notað hana í að verða 9 ár. Áður en þessi tískubylgja kom þá hafði ég uppgötvað hversu máttug hún gat verið á vissum sviðum, mér til mikillar hamingju. Frá barnsaldri hafði ég glímt við exem, ofsakláða og útbrot víðsvegar um líkamann sem hrjáði mig fram yfir unglingsárin

Ég reyndi allskyns krem og olíur í von um að það myndi halda þessu í skefjum en svo var ekki. Ég fékk gjarnan fleiri útbrot og meiri kláða af því sem ég prófaði eða þar til að ég prófaði kókosolíu. Ég fikraði mig áfram og komst að því að hún þurfti að vera bæði  lyktar- og bragðlaus því ég var og er of viðkvæm fyrir þeirri venjulegu.

coconut-oil-1

Ég næ að halda exemi, ofsakláða og útbrotum niðri með því að næra húðina mína með olíunni alltaf eftir sturtu. Að sjálfsögðu spilar mataræði og heilsa einnig stóran þátt svo gott er að hafa það í huga líka. Samhliða þessu hef ég í gegnum árin komist að fleiri hlutum sem kókosolían hefur gert fyrir mig persónulega

Kókosolían meðal annars:

Veitir húðinni raka

Mýkir húðina

Stinnir húðina

Kemur í veg fyrir slit

Lætur ör gróa hraðar

Inniheldur náttúrulega sólarvörn

coconut-oil-shutterstock_264718346-768x576

Til þess að koma í veg fyrir að olían smitist í hárið eða í fötin, er viss aðferð sem ég hef komist á lagið með að gera og mæli ég með henni.

– Mikilvægt er að setja handklæði yfir hárið, síðan er olían borin á líkamann, áður en þú þurrkar þér. Þannig helst sem mesti rakinn í húðinni og með því nærðu einnig að spara olíuna með því að bera hana á rakann líkamann. 

– Þar næst klárarðu allar þær athafnir sem þú hafðir hugsað þér að gera áður en þú klæðir þig, því gott að er að leyfa olíunni að liggja á húðinni í dágóðan tíma. Til dæmis er sniðugt að sinna umhirðu á andliti og þurrka síðan yfirlag olíunnar af húðinni með handklæði

– Gott er að huga vel að svæði eins og hálsi, öxlum og bringu svo að olían smitist ekki í hárið.

– Þú færð mest út úr olíunni með því að láta hana þorna að sjálfum sér. Ég mæli með því ef tök er á að skella sér í mjúkan baðslopp eftir heitt bað eða sturtu, slappa af og láta kókosolíuna þorna.

Fyrir ykkur sem hafið prófað allt, eruð með einhversskonar húðvandamál eða viljið einfaldlega huga betur að húðinni ykkar, þá mæli ég hiklaust með því að gefa lyktar- og bragðlausri kókosolíu séns!

t4-310x247

Þar til næst!
Thelma Dögg

Snapchat: thelmagudmunds