Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Þessar reglur þarf Meghan Markle að læra til þess að umgangast konungsfjölskylduna

Það er örugglega draumur flestra stúlkna að verða prinsessa og giftast myndarlegum prins.

En það er ýmislegt sem þarf að læra til að tilheyra konungsfjölskyldu hér eru nokkrar reglur og eflaust eru þær töluvert fleiri sem Meghan þarf að kunna.

1. Royals have to get the Queen’s permission to marry.

Ef þú tilheyrir konungsveldinu í Bretlandi þarftu blessun drottningarinnar til þess að giftast þeim sem þú elskar.

Ef drottningin gefur ekki blessun sína er það eina í stöðunni  að sækja um aðskilnað frá konungsveldinu og afsala sér öllum rétti sem fylgir því að vera konungsborin.

2. Royals can marry commoners, with the Queen’s permission

Æskilegast er að giftast einhverjum sem er líka konungsborin en það hefur nú ekki verið upp á teningnum að undanförnu hjá bresku konungsfjölskyldunni.  En drottningin getur veitt þér leyfi til að giftast einhverjum sem tilheyrir almúganum.

3. Marrying a royal doesn’t exactly make you Queen or King … or even a Princess

Ef drottningin giftist fær maðurinn hennar ekki titilinn konungur en það má kalla hann konung ef hann er enskur, Philip maðurinn hennar Elísabetar er grískur og þar af leiðandi er hann kallaður Prins Philip.  Aftur á móti ef konungur giftist þá fær konan hans strax titilinn drottning.

4. Once married to a royal, you cannot be active in politics.

Þegar þú giftist inn í konungsfjölskylduna máttu ekki taka þátt í stjórnmálum eða láta í ljós skoðun þína á þeim.  Þú mátt kjósa en það er ekki talið gæfulegt og er því sleppt.

5. Once you have a royal title, you cannot be addressed by any other name.

Það er líklegt að Meghan fái Duchess titil eins og  Kate sem ber nafnið “Her Royal Highness the Duchess of Cambridge”  Þú verður annað hvort að ávarpa kongafólkið með fullu nafni og titli eða “Ma’am” eða  “Sir.”

6. You’ll never get to play Monopoly with your in-laws.

Það var bannað árið 2008 að spila Monopoly (Mattador) í höllinni Prince Andrew Duke of York, litli bróðir Prince Charles lét banna það þar sem menn voru of æstir og það sæmir ekki konungsbornum.

 

7. Shellfish probably won’t be on the holiday dinner menu.

Fyrir langa löngu var konungsfjölskyldunni ráðlagt að borða ekki skelfisk þar sem hann gat kallað fram hættulegt jafnvel banvænt ofnæmi.  Þrátt fyrir að hættan sé minni nú á dögum og auðveldara að bregðast við því ef einhver er með ofnæmi hefur Elísabet drottning haldið í þessa hefð og bannar skelfisk át í höllinni.

8. The Queen sets the tone for every family event.

Viðburðir með drottningunni og aðeins ein regla þú gerir eins og hún ef hún stendur upp þá gerir þú það líka o.s.f.r.  Þetta á líka við um matarboð með drottningunni þú borðar þegar hún borðar og hættir þegar hún hættir að borða. Hún stjórnar því hversu lengi fólk er saman þegar hún fer þá gerir þú það líka.

9. Royal rank is a way of life.

Þú ávinnur þér virðingastöðu innan konungsfjölskyldunnar og það skiptir máli hversu nálægt þú ert krúnunni hvar þú ert í virðingastöðu.  Þegar fjölskyldan kemur saman er það mikið regluverk hver á að sitja eða standa hvar.

Hér má sjá meira

Já það er ekkert einfalt en vonandi skemmtilegt að vera í þessari fjölskyldu.

Við óskum þeim Hatty og Meghan með trúlofunina og hlokkum til vorsins þegar það verður konunglegt brúðpkaup.