Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Þörf áminnig – Pössum upp á hvert annað!!

Núna er sumarið gengið í garð & má segja að fleiri sæki í miðborgina á næturnar til þess að þræða skemmtistaði með vinum og kunningjum. Við hjá Krom.is viljum opna ákveðna umræðu sem er ekki aðeins þörf heldur mikilvæg áminning fyrir alla þá sem hafa gaman að því að kíkja út á djammið eða í nokkra drykki með vinum & vinkonum.

Þessi pistilll er ekki að fara tengjast áfengisdrykkju þó alltaf sé gott að hafa í huga að passa að drekka í hófi, hafa stjórn á gjörðum sínum og skemmta sér vel meðvitaður um hvað er að gerast í kring um sig. Við viljum benda á mikilvægi þess að passa upp á hvert annað þegar haldið er út á skemmtanalífið.

Tökum sem dæmi, þegar farið er í skemmtiferð eða svokallaða djammferð til spánar, þá er óskrifuð regla að passa upp á hvert annað, og fara aldrei ein eða einn neitt. Halda hópinn og vera meðvitaður um umhverfið. Upp á síðkastið og seinustu ár hafa sorglegir og vægast sagt hræðilegir atburðir átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Við ætlum ekki að telja upp nein sérstök dæmi, en við gefum okkur það að fólk viti um hvað við erum að tala og biðjum alla um að deila þessari færlsu með von um að þörfin og áminningin skili sér.

Þessi pistill á alls ekki einungis við stelpur heldur stráka líka, það má ekki gleyma að strákar verða einnig fyrir kynferðisofbeldi og því þarf að passa að þagga það ekki niður. Við viljum hvetja alla sem gera sér góða ferð með góðum vinum í miðbæ Reykjavíkur að  skilja aldrei vin eða vinkonu eftir eina, hvort sem viðkomandi er í glasi eða ekki. Miðbærinn getur verið hættulegur og þá sérstaklega þeim sem eru einir á flakki. Pössum upp á hvert annað, hvað sem kemur upp á. rifrildi eða annað, ýtum því frá þar til daginn eftir. Aldrei skilja vin eða vinkonu eftir í miðbænum, því hættan er vís & raunveruleg. Það er ekki afturtekið ef vinkona eða vinur sem var skilinn eftir verður fyrir kynferðisbroti eða öðru hrottalegu.

Sýnum þroska og pössum alltaf upp á hvert annað!