Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Þrír heimagerðir dekurmaskar

Er ekki  upplagt að dúlla sér við smá heimadekur og skella á sig maska.

Rakagefandi mjólkur og bananamaski:
Stappið banana
Blandið við mjólk og hrærið vel saman
Berið yfir allt andlitið og niður á háls
Leyfið að liggja á húðinni í 15 mínútur
Skolið af með volgu vatni og þvottapoka

Hreinsandi sítrónumaski:
2 matskeiðar af mjólk
Safi úr nýkreistri sítrónu
Leyfið þessu að malla saman í skál í ísskápnum í 3-4 tíma
Berið á andlitið með litlum sítrónubáti
Leyfið að liggja á húðinni í 15-20 mínútur og skolið vel af
Alls ekki fara í sólina næstu klukkustundir eftir þennan maska

Eggjahvítumaski gegn fílapenslum:
Þeytið eggjahvítu í skál og berið á andlitið (alveg hreina húð)
Leggið þunnt lag af tissjúpappír yfir allt andlitið svo það festist við eggjahvítuna
Berið aðra umferð af eggjahvítum yfir pappírinn
Leyfið að liggja á andlitinu þar til að þetta þornar alveg
Takið maskann af og skoðið pappírinn til að sjá árangurinn