Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Þrjár girnilegar og sykurlausar uppskriftir

Parmesankjúklingur með beikonsalsa

Innihald:
 Kjúklingabringur, 4 stk
1 egg pískað og piprað
Parmesanostur, bestur nýrifinn ferskur
1 pakki af beikoni
Tómatpúrra , Himnesk hollusta
2-3 þroskaðir tómatar gott að nota kokteiltómata
1 dl Rifinn ostur
kjulli 3
 Aðferð:
Kjúklingabringurnar flattar út með lófanum, velt upp úr eggi, og rifnum parmesan, sett á smjörpappírsklædda plötu í ofn í 10-15 mín þar til ostur brúnast.
Á meðan steiki ég niðurskorið beikon á pönnu, bæti út í velþroskuðum tómötum grófskornum og þetta mallar saman í smá stund, hér má bæta sykurlausri tómatpúrru út á til að fá meiri sósustemmingu í þetta.
Takið bringur út úr ofninum og setjið í eldfast fat, setjið góða slettu af beikonsalsanu á hverja bringu og rifinn ost yfir.. aftur inn í ofn í 5- 10 mín þar til ostur brúnast.
Klístraðar kjötbollur í BBQ sósu
1 kg svínahakk
2 tsk erythritol eða xylitol, má sleppa 
2 tsk paprikuduft
1 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1/2 tsk cayenne pipar
1 tsk cumin
2 egg
1/2 bolli möndlumjöl
2 msk vatn
BBQ sósan
3 tsk dijon sinnep
2 msk eplaedik
1 lítil dós tómatpúrra 6 oz eða um 180gr
1 heill tómatur eða 4 kokteiltómatar,gefur ferskt bragð
salt og pipar
4 tsk Franks hot buffalo sósa ( fékkst í FK )
4 tsk erythritol eða xylitol
3 msk af beikonkurli
1/2 gulur laukur smátt skorinn
3 msk Worcestershier sósa
1 tsk oregano
dash af negul
bbq1
Steikið beikonið í potti, bætið niðurbrytjuðum lauk út í og leyfið að verða mjúkt.
Bætið restinni við af kryddunum
og leyfið sósunni að malla í sirka 8 mín, þynnið dálítið með vatni ef hún er mjög þykk.
Ágætt að bregði töfrasprota ofan í pottinn ef bitarnir eru stórir í sósunni.
Hitið ofninn í 200 gráður.
Blandið nú saman innihaldinu í kjötbollunum í hrærivél eða skál, búið til um það bil 30 bollur úr þessari uppskrift og steikið á pönnu, má nota olíu eða smjör. Þegar bollurnar eru klárar þá hellið þið af sósunni á pönnuna og veltið bollunum upp úr henni.
Skellið svo bollunum á smjörpappír og í ofn í 5 – 10 mín til að ná fram þessu “klístraða”
Karrýfiskur í sesamraspi:
Ýsuflök ( 700 gr)
Rasp:
1 dl sesamfræ
4 msk möndlumjöl
1 msk karrý
sítrónupipar eftir smekk
salt og pipar
Blandið raspinu saman í grunnum disk.
Pískið eitt egg út í djúpum disk og þynnið með smá rjóma
Skerið ýsuflökin í hentuga bita og veltið upp úr eggjahrærunni, veltið upp úr raspinu
og steikið svo á pönnu með smjöri.
Gott að steikja 1/2 til heilan rauðlauk með í smjöri til að hafa með.
Ég setti bitana svo í eldfast fat og stráði yfir rifnum osti bara svona af því það má og það er æðislegt.
Skellti fatinu í ofn í nokkrar mín undir grillið.
fiskur i karry 2 (1)
Sósa:
3 msk mæjónes
3 msk  grísk jógúrt
1 tsk hvítlauksmauk úr krukku
salt og pipar
1-2 dropar stevía
kreistið pínu lime eða sítrónusafa út í
kryddið t.d. með oregano, dilli eða myntu sem ég gerði í þetta sinn.
Ferskt og gott…

Kveðja

María Krista
María Krista Hreiðarsdóttir : bloggari

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/

 

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR