Tips og Trix -10 reglur þegar kemur að hyljara

Hyljari er líklega ein mest selda og mest notaða snyrtivara um allan heim, enda er góður hyljari yfirleitt alltaf talinn upp þegar spurt er um nauðsynjar í snyrtibudduna. Góður hyljari getur gert gæfumuninn en hann getur líka gert annars fallegt makeup alveg skelfilegt, sé hann ekki notaður rétt. Hér eru 10 trix sem sýna hvernig er hægt að nota hyljara þannig að þú fáir sem mest út úr honum.

1. Notaðu hyljara ávallt eftir að hafa sett á þig farða, ástæðan fyrir þessu er einföld. Þú notar farðann fyrst til að sjá hvað hann hylur og notar hyljarann eftir á til að gefa extra hulu á það sem að farðinn hylur ekki, annars getur þú lent í því að vera að hylja of mikið af óþörfu og þar af leiðandi stíflað húðina. Einnig getur farðinn hreinlega “þurrkað” hyljarann af þegar þú setur farðan á yfir hyljarann enda er farðinn oftar fljótandi og hyljarinn þurrari.

2. Til að fá fallegustu mótunina á andlitið OG hylja í leiðinni dökku hringina í kringum augun er best að teikna þríhyrning undir augun sem endar vísandi niður á kinnina, þetta dregur athyglina upp á við og gefur andlitinu smá lyftingu og mótun.

549a234be6b66_-_hbz-concealer-embed-triangle-lg

3. Notaðu hyljara sem augnskuggaprimer, ef þú setur örlítið (ath það má alls ekki vera of þykkt) af hyljara ofan á augnlokið áður en þú setur á þig augnskugga þá hindraru það að hann setjist í rákir, falli niður og smitist enda gefur hyljarinn góða og matta áferð. Þetta getur líka verið mjög gott trix fyrir þær sem eru blátóna og/eða æðaberar á augnlokunum.

549a2347cc711_-_hbz-concealer-embed-eyeshadowprimer-lg

4.Ef að þú færð bólu á bakið eða bringuna, sem er mjög algengt sérstaklega á unglingsaldri þá er alveg jafn einfalt að fela þær eins og þær sem við fáum í andlitið, það eina sem þarf að passa er að nota hyljara sem fellur alveg inn í húðlitinn þinn þar sem að það er enginn farði til að litaleiðrétta á líkamanum. Til að passa það að hyljarinn haldist á bólunni yfir daginn og smitist ekki í fötin er mjög sniðugt að nota litalaust púður yfir og dúmpa/pressa því vel yfir hyljarann. Passið að púðrið sé litalaust þar sem að litað púður yfir hyljara á það til að verða of dökkt eða jafnvel fjólublátt.

549a2345410d7_-_hbz-concealer-embed-chestpimples2-lg

5.Til að highlighta með hyljara er gott að nota hyljara sem er einum tón ljósari en þinn eigin húðlitur, þetta lýsir upp svæðið án þess að gera áberandi skil. Passið að hafa hyljarann alls ekki meira en einum tón ljósara en þinn húðlit.

549a2345d94d6_-_hbz-concealer-embed-concealerbrow-lg

6.Notið baugfingur til að dúmpa hyljara á baugana undir augunum. Ástæðan fyrir þessu er sú að krafturinn í þessum fingri sem við notum ekki jafn mikið og vísifingur og löngutöng er akkúrat réttur til þess að ná fullkominni þekju með hyljaranum. (mjög fyndið, en innilega satt)

549a234a00885_-_hbz-concealer-embed-orange-blue-lg

7.Til að passa það að hyljari setjist ekki í fínar línur og “brotni” er gott að dúmpa yfir svæðið með þunnu tissjúbréfi eftir að þið eruð búin að setja hyljarann á, áður en hann þornar.

8.Til að ná vængnum á blauta eyelinernum alveg fullkomum er gott að nota þunnan skáskorinn bursta með smá hyljara í og strjúka meðfram vængnum, þetta strokar út mistök og gerir hann alveg fullkominn.

9.Það sama er hægt að gera þegar að maður notar sterkan varalit sem að maður vill ná alveg fullkomnum. Notið lítinn bursta með smá hyljara í og strjúkið meðfram vörunum, þetta hindrar líka að varaliturinn blæði út í húðina.

549a234aa521f_-_hbz-concealer-embed-redlips-lg

10.Setjið hyljara undir varalitinn alveg á miðjuna á vörunum bæði uppi og niðri og fyllið vel upp í ef þið viljið að varirnar líti út fyrir að vera fyllri, þetta virkar sérstaklega vel undir varaliti sem eru ekki eins þekjandi, svo er hægt að nota varablýant á hin svæðin til að dekkja þau og búa til enn meiri kontrast.

549a23486fea9_-_hbz-concealer-embed-fulllips-lg

Gangi ykkur sem allra best