Íris Tara skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Tíska – Mittistöskur heitt og hentugt trend!

Flottar mittistöskur

Mittistöskur hafa verið trend undanfarin ár en í ár nær það nýjum hæðum. Nú eru vinsælustu töskuframleiðendur á borð við Chanel að framleiða mittistöskur og má sjá þær víða. Þessar mjúku hefðbundnu mittistöskur víkja nú fyrir stærri, hörðum mittistöskum sem eru meira áberandi.