Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Tíska – Það nýjasta nýtt TA TA handklæði eru að slá í gegn

Þessi handklæði eru það nýjasta á netinu í dag svokölluð TA TA handklæði fyrir brjóstin.

Það er greinilega markaður fyrir þessi handklæði þar sem margar skvísur hafa nælt sér í þau og finnst þau vera algjört æði.

Erin Robertson hannaði TA TA handklæðin þar sem hún átti það til að svitna undir brjóstunum og vantaði eitthvað sniðugt til að nota þegar hún var að taka sig til..

Þessi handklæði er hægt að kaupa á netinu en eru bara til fyrir konur sem nota C skálar eða stærri.

Koma sér mjög greinilega vel ef þú ert með barn á brjósti

HÉR getur þú verslað þér þitt TA TA handklæði.

 

Er það bara ég……… en þetta minnir mig á Borat skýluna!!

 

Kveðja

Erna