Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Tískurisi opnar spennandi lúxus veitingastað ásamt safni og boutique verslun

Tískurisinn Gucci hefur opnað  aftur Museo bygginguna sem er staðsett í Florenc á Ítalíu undir nafninu Gucci Garden.

Í byggingunni er nú safn, boutique verslun og lúxus veitingastaður.

Massimo Bottura rekur veitingastaðinn en hann er þekktur um allan heim fyrir að hafa unnið þrjár -Michelin-stjörnur fyrir veitingastaðinn  Osteria Francescana.

Það væri nú ekki amalegt að skella sér til Ítalíu og borða á þessum flotta stað…