Töfrar eplaediksins – Það sem þú þarft að vita

ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM EPLAEDIK: Eplaedik hefur á undanförnum árum farið frá því að vera talið gamaldags húsráð í að vera vinsælt heilsulyf. Eplaedik er búið til úr ferskum eplum sem eru hökkuð og látin gerjast í viðartunnum, sem breytir þeim í þennan holla drykk. Eplaedik er náttúrulega hreinsandi og heilandi töfradrykkur vegna fjölda gerla sem það inniheldur og hæfileika þess til að gera líkamann basískari.

ÞAÐ ER ÞÉR NAUÐSYNLEGT VEGNA ÞESS AÐ: Sýran í eplaedikinu er lykillinn að heilsueflandi kostum þess. Það hjálpar við að örva framleiðslu magasýra sem er mikilvæg fyrir góða meltingu. Bætt melting leiðir til heilbirgðari húðar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hefur eplaedik sýnt sig að hafa áhrif á blóðsykurinn og hjálpar þannig fólki við að léttast á sama tíma og það minnkar bólgur og verki í líkamanum. Eplaedikið getur því hjálpað til gegn ýmsum heilsufarsvandamálum eins og t.d. höfuðverk, sveppasýkingu, húðvandamálum, vefjagigtog síþreytu.

ÞAÐ SKIPTIR MÁLI HVAÐ ÞÚ KAUPIR: Besta leiðin til að hafa sem mest gagn af þessari blöndu er að neyta aðeins eplaediks sem er með móðurinni, það er að segja: er ósíað og ógerilsneitt. Móðuredikið ætti að vera kaldunnið úr lífrænum eplum, án viðbættra kemískra- og rotvarnarefna. Það skiptir höfuðmáli að eplaedikið sé bæði lífrænt og ósíað. Ómeðhöndlað edik er nefnilega stútfullt af lifandi og heilsubætandi gerlum. Tilvalin ofurdrykkur, sem er gott að byrja daginn á, er að bæta út í vatnsglas eplaediki, sítrónusafa og cayenne pipar. Muna þarf þó að bursta ekki tennurnar strax á eftir heldur skola munninn með vatni því bæði sítrónusafinn og edikið geta eytt glerungnum. Ennþá betra er að drekka blönduna með röri.

Hér eru fimm ástæður þess að þú ættir alltaf að eiga (lífrænt ósíað og ógerilsneitt) eplaedik heimavið:

1. Hjálpar til við hreinsun.


Það er haldið að eplaedik hjálpi til við hreinsun með því að auka starfsemi lifrarinnar við að losa sig við eiturefni. Sýrurnar í edikinu eru ábyrgar fyrir hreinsunar hæfileikunum. Sýran hjálpar til við að losa líkaman við óhreinindi með því að bindast aðskotadýrunum og „toga“ þau úr líkamanum. Auk þess inniheldur eplaedik mikið af vítamínum, steinefnum og ensímum sem eru mikilvæg til þess að líkaminn losi sig betur við eiturefni.

2. Frábært fyrir húðina

Eplaedik getur hjálpað til gegn hinum ýmsu húðvandamálum. Allt frá því að fjarlægja vörtur í það að meðhöndla bólur og milda sársauka sem fylgir sólbruna. En þá er sérstaklega mikilvægt að nota ósíað og ógerilsneitt eplaedik sem er fullt af góðum bakteríum. Gott er að nota tvo hluta af vatni á móti einum af eplaediki, setja það í bómull og nota sem andlitsvatn eftir að andlitið hefur verið hreinsað. Leyfa því svo að liggja á og þorna.

3. Umhverfisvænt hreinsiefni!

Blandaðu saman 1/2 bolla af eplaediki á móti 1 bolla af vatni. Þú getur notað þessa blöndu til að þrífa baðherbergisflísar, eldhúsyfirborð, glugga, gler og spegla. Þessi mixtúra er einnig sýkladrepandi. Bættu í blönduna örlitlu af matarsóda og allt mun verða skínandi hreint!

4. Bragðgóður og hollur drykkur.

Gott er að gera sér heitan eplaediks drykk til að auka hreysti og vellíðan. Einföld uppskrift er að blanda tveimur matskeiðum af eplaediki og tveimur matskeiðum af hunangi í bolla af vatni og setja út í eina kanilstöng. Hitað upp í litlum potti og drukkið volgt. Drekktu einn drykk á dag í tvær vikur og taktu svo hlé í tvær vikur. Drekktu síðan þrjá svona drykki í viku. Þetta hefur sýnt sig koma í veg fyrir flensu og magaveiki, geta losað upp nýrnasteina og hreinsað líkamann af þungamálmum og eiturefnum. Auk þess kemur drykkurinn jafnvægi á PH gildi líkamans.

5. Frábær hárnæring.

Hljómar furðulega en að nota eplaedik eftir að þú þrífur hárið með sápu eða sjampói virkar mjög vel. Það lokar hárendum og hreinsar burt eftirstöður af óhreinindum. Settu hálfa matskeið af ediki í vatn og svo tvo til þrjá dropa af uppáhalds ilmkjarnaolíunni þinni. Helltu blöndunni yfir höfuðið inn í sturtu og hreinsaðu svo úr. Vissulega er aðeins sérstök lykt af hárinu á meðan það er blautt en eftir að það þornar þá hverfur lyktin.

Grein frá nlfi sjá HÉR

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

                                                                           10255681_511039629002398_3516793592705616878_n4