Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Tón­list­armaður­inn Kanye West hefur sett á markað nýja skartgripalínu

Tón­list­armaður­inn Kanye West hefur sett á markað nýja skartgripalínu sem hann vann í samstarfi við skartgripahönnuðinn Jacop Arabo.  Samkvæmt Kanye er innblástur línunnar 14.aldar Flórens list. Skartgripirnir eru kominir í sölu og hægt er að fjárfesta bæði í  hálsmenum og hringum.

Kim Kardashian hefur verið dugleg við að auglýsa línuna og hefur frá því í ágúst skartað hálsmenum úr línunni.  Með skartgripalínunni vildi Kanye hanna skartgripi sem stæðu fyrir endalausa ást.