Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Topp 10 – Ofnotuðustu frasarnir á Instagram

Við rákumst á þessa grein á netinu og hún á alveg óþægilega vel við, held að flestir geti tengt við eitthvað af þessum 10 atriðum.

Það var hann Óðinn Svan hjá síðunni kaffið.is sem setti þetta í loftið á fyrrgreindri síðu.

1. Hef verið verri

Þetta er einn rosalega ofnotaður frasi. Algengt er að fólk skelli í þennan þegar það er staðsett í heitum löndum og vill ganga úr skugga um að fólk öfundi sig.

2. Stranglega bannað að hafa áhyggjur af mér

Þessi er einn sá allra versti. Algengur hjá tönuðum menntaskólastrákum.

3. Má þetta bara

Þetta er algengt þegar vinkonur pósta mynd af hvor annari. Algengt komment undir slíka mynd er „sætust“ eða „gefðu okkur hinum séns“

4. Þessi er svo mikilvæg

Þetta er algengt hjá sætum stelpum sem eru að pósta mynd af ljótu vinkonu sinni.

5. Toppnæs

Hvaðan í fjandanum kom þetta orð, fæ ónotatilfinningu þegar ég les þetta.

6. Þessi klassíska

Þetta setur fólk undir myndir af vegabrefi og bjór, rétt áður en það hoppar til útlanda.

7. Brúðkaupsfín 

Nýyrði sem gestir í brúðkaupi nota undir myndir af sér í slíkum veislum.

8. Má maður aðeins

Þessi frasi er notaður þegar fólk setur djarfar myndir af sér inn á Instagram.

9. Þó maður lyfti sér aðeins upp

Klassískt undir mynd af ölvuðu fólki.

10. Smá sunnudags

Þú skellir í bröns á sunnudegi og vilt fá hrós fyrir hvað þú ert dugleg/ur.

þetta er frekar fyndið og HÉR má sjá greinina í heild

krom215