Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Upplýstir stafir – Æðislegt og auðvelt DIY verkefni fyrir helgina !

Af því að við elskum allt sem hægt er að gera sjálfur og föndra langar okkur að deila með ykkur þessu skemmtilega DIY verkefni! Þetta er tilvalið dundur fyrir helgina þar sem þetta er alls ekki flókið og tekur ekki langan tíma !

Það sem þarf í þetta verkefni er:

Pappa stafir, bæði hægt að skera sjálf út úr pappa eða kaupa þá tilbúna í öllum helstu föndurbúðum. Einnig er stundum hægt að fá pappastafi í Söstrene Grene, Tiger og fleiri stöðum.

Dúkahnífur

Blýantur

Ljósasería, hægt er að fá fallegar í Bauhaus, Byko og húsasmiðjunni.

Málning, (Val)

Lím

Byrjið á því að skera pappastafin meðfram hliðunum.

Búið því næst til göt þar sem þið viljið að serían fari í gegn, gott er að nota skrúfjárn eða blýant til að gera götin. Ef þið viljið mála stafin/a er gott að gera það eftir að götin hafa verið búin til.

Þræðið perunum varlega í gegnum götin, gott er að gera þetta skipulega og vefja snúrunum vel svo hægt sé að fela þær, því næst er bakhliðinn límd á.

Hérna má svo sjá fleiri skemmtilegar útfærslur á þessu verkefni.

 

Gangi ykkur vel !

Kveðja

 KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

                                                                                     10255681_511039629002398_3516793592705616878_n (1)