Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Beikon Alfredo Pasta

Stundum er rjómasósa það eina sem að þú þarft til að bæta skapið, en þá er þetta pasta gjörsamlega fullkomið. Beikon, rjómasósa og parmesanostur, þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar?

Það sem þú þarft:

1/4 bolli af niðurskornu beikoni
1/4 bolli af smjöri
1/2 bolli af hveiti
1 1/2 af kjúklingasoði
1 bolli af rjóma
1 bolli af rifnum Parmesan osti
0,5kg af spagettí
Steinselja til að skreyta eftir smekk

myndpasta

Aðferð:

1.Sjóðið vatn með klípu af salti í, sjóðið spagettíið þangað til að það er orðið mjúkt og gott og hellið svo af því. Passið samt að geyma einn bolla af spagettísoðinu (vatninu). 

2.Steikið á sama tíma beikonið á pönnu þangað til að það verður stökkt og girnilegt, fjarlægið beikonið af pönnunni og setjið í skál en hrærið smörinu saman við feitið af beikoninu þangað til að smjörið er alveg bráðið.
3.Bætið hveitinu svo við og hrærið jafnt og þétt í 1 – 2 mínútur. Hrærið kjúklingasoðinu og rjómanum hægt og rólega við og eldið í nokkrar mínútur þar til að soðið er farið að verða að sósu.
4.Að lokum skellið þið Parmesan ostinum við og haldið áfram að hræra þangað til að hann hefur bráðnað.

5.Hellið Alfredo sósunni yfir pastað sem er búið að þerra og hrærið saman, notið auka vatnið sem þið tókuð af pastanu áðan til að þynna út sósuna eftir þörfum. Berið fram með smá steinselju ef smekkur er fyrir því og ekki gleyma hvítlauksbrauðinu.

Linkur á uppskriftina: http://www.tasteandtellblog.com