Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Blómkáls-hvítlauksbrauð!
Innihald:
1 bolli af niðurrifnu blómkáli
½ bolli rifinn mozarella ostur
½ bolli parmesan
1 egg pískað
1 tsk oregano
½ tsk maukaður hvítlaukur
½ tsk hvítlaukssalt
Ólífuolía
Ofaná brauðstangirnar
2 msk mjúkt smjör
2 hvítlauksgeirar smátt skornir
¼ bolli parmesan
¼ bolli mozarella
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður.
Rífið blómkálið niður , t.d. með matvinnsluvél eða rifjárni, setjið í örbylgjuofn í ca 8 mín.
Leyfið þessi að kólna ögn og blandið svo út í þetta öllu innihaldinu en geymið til hliðar það sem fer ofan á brauðið.  Þessu er skellt á bökunarpappír á plötu og inn í ofn í um það bil 15 mín.
Blandið saman smjöri og hvítlauk og dreifið yfir brauðið, dreifið svo rifnum osti Parmesan og Mozarella yfir og setjið aftur í ofn þar til osturinn er gylltur og bráðinn. Skerið niður og njótið.