Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift: Gómsætar sesamsteiktar sætar kartöflur, namm!

Þetta er hrikalega einfalt, fá hráefni og tekur enga stund að undirbúa og útbúa.

Sesame-Roasted-Sweet-Potatoes-21

Það sem þú þarft:
2 sætar kartöflur, skrælið þær og skerið í báta
1 matskeið olía
1/2 teskeið af chili
klípa af cayenne pipar (eftir smekk)
salt og pipar (eftir smekk)
2 matskeiðar af sesamolíu
2 matskeiðar af sesamfræum

Aðferð: 
Hitið ofninn í 180°
Leggið bátana á smjörpappír (ofan á plötu) og hellið olíunni yfir, salti, pipar, chili og cayenne
Hristið allt til og leyfið að malla í ofninum í 5-7 mínútúr
Hækkið hitann í 200° og hristið aftur upp í bátunum, leyfið þeim að vera í ofninum í aðrar 5-10 mínútur eða þar til að þær eru orðnar gylltar
Takið bátana út úr ofninum
Hellið sesamolíunni yfir bátana og stráið sesamfræunum yfir allt, berið fram á uppáhalds salatinu

Sesame-Roasted-Sweet-Potatoes-31

krom21