ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Heimagerður hummus

Namm hummus

Hummus er næringarríkur, bragðgóður og einfalt að búa hann til!

Hér er góð grunnuppskrift sem er auðvelt að leika sér með.
Það er gaman að prufa sig áfram með krydd og annað til að búa til nýjar útgáfur.

Innihald:

2 msk ólífuolía
2 msk sítrónusafi
2 msk tahini (búið m.a. til úr sesamfræjum – fæst tilbúið)
2 hvítlauksgeirar
1 dós eða 1,5 bolli kjúklingabaunir
3 stk olíulegnir sólþurrkaðir tómatar
½ tsk sjávarsalt
½ tsk cumin
½ tsk cayenne pipar

Einnig er mjög gott að bæta við avakadó í uppskriftina

Njótið!