Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Heimagerður ís minn verður með ómótstæðilega góðum súkkulaðitrufflum sem ég keypti á skid og engenting í Costco

Heimagerður ís

 

Ég ætla í fyrsta skipti að skella í heimagerðan ís og ég fann þessa uppskrift til að nota skid og engenting

5 eggjarauður
1 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
1/2 l rjómi.

Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt,

Þeytið rjóma og blandið honum saman við með sleif.

Ég ætla að skera niður trufflu súkkulaðibita sem ég keypti í Costco.guðdómlega gott nammmm

Setjið vanilludropana út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman

Frystið í lágmark 5 klst

Þetta virðist einfalt og ég vona að það sé raunin 🙂

Truflurnar góðu úr Costco kosta 949 kr og það eru tvær 500 gr dollur í pakkningunni omg þetta er svo sjúklega gott…