Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – heimalagað Baileys……þarf að segja meira!
Við rákumst á þessa æðislegu uppskrift og fengum leyfi til að birta hana hér á KRÓM.
Aðeins 6 hráefni og tekur innan við 5 mínútur að búa til…og svo gott á bragðið……þetta er bara of gott til að vera satt.
IMG_5358 copy
IMG_5370 copy IMG_5403 copy IMG_5434 copy

Uppskriftin er svo hér:

Heimalagað Baileys

1 peli rjómi

1 dós niðursoðin mjólk (condenced milk – fæst í Asíubúðum t.d. við Hlemm)

200 -400 ml Viskí (smekksatriði)

1 tsk skyndikaffi

2 msk súkkulaði sýróp (t.d. Herseys)

1 tsk vanilludropar

Setið allt hráefnið í blandara og setjið á hæsta hraða í 30 sek.

Setjið á lokaðar flöskur og geymið í kæli.  Hristið fyrir notkun.

Geymist í kæli í um mánuð (ágætt að skrifa dags. á miðann)

Einfaldara gæti þetta ekki verið   …og svo gott !!

Í uppskriftinni sem ég fann á netinu þá var helmingi meira af viskíi.  Þegar ég gerði fyrstu uppskrift þá fannst mér allt of mikið viskíbrað þannig að ég minnkaði það um helming.  Þannig að þegar þið gerið uppskriftina þá mæli ég með að þið byrjið á að setja minna viskí og svo bara bæta við eftir smekk.

Ég notaði flöskur undan Froosh smoothie og bjó ég til miðana sjálf.  Ef þið viljið fá svona miða þá endilega sendið á mig póst (kristinvald@gmail.com) og ég sendi ykkur skjalið sem þið prentið svo út á A4 límmiða örk og klippið svo út.

Ég gerði tvöfalda uppskrift og hún dugði á 6 flöskur !

Baileys uppskrift útprent

 

Þessi æðislega uppskrift er fengin af síðunni http://kristinvald.blogspot.is/