Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift: Heimgerðar granólastangir sem þarf ekki að baka

Það sem þú þarft: 

120g (1 & 1/2 bolli ca) af höfrum
1 bolli af rúsínum
1 bolli af ristuðum möndlum, gróft skornar
2 stórar döðlur, gróft skornar
2 matskeiðar af þurrkuðum berjum (þín uppáhalds) ég notaði Goji ber, bláber og jarðaber
1/4 bolli af sesamfræum
*dass* af sjávarsalti
1/2 matskeið af kanil (hreinum) ekki kanilsykri

2/3 bolli af agavesýrópi
2 matskeiðar af kókosolíu (brædd)
1 matskeið af kókossmjöri

Aðferð:

1. Blandið höfrunum, rúsínunum, möndlunum, döðlunum, berjunum, sesamfræunum, sjávarsaltinu og kanilnum í stóra skál og hrærið vel.
2. Ef þið eigið sérstakt örbylgjuofnabox með loki mæli ég með því að nota það hérna, en blandið sýrópinu, kókosolíunni og kókossmjörinu saman og hitið í örbylgjuofninum þangað til að allt er búið að bráðna, ég var með mitt inni í 1 & 1/2 mínútu.
3. Hellið fljótandi blöndunni yfir þurrefnin og hrærið vel saman. Hellið svo í eldfast mót með bökunarpappír undir, fletjið út og skellið strax inn í kæli.
4. Skerið svo niður eftir nokkrar klst inn í kælií

chewy-granola-bars-4