Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Uppskrift – Heklaður Api Innblástur frá tréapa Kay Bojesens
Uppskriftin er eingöngu til einkanota. Henni má ekki deila né áframselja og ekki má selja heklaða afurð.
Efni
 Heklunál: 2,5 mm
Sterkur stálvír: 3stk
Saumnál
Skæri
Töng
Tróð til fyllingar
Bómullargarn Katia Capri
Dökkbrúnt ca 21 gr
Ljósbrúnt/kremað ca 8 gr
Skýringar
LL – loftlykkja
KL – keðjulykkja
FL – fastalykkja
HST – hálfstuðull
ST – stuðull
Úrt – úrtaka
umf – umferð
Töfralykkja:
Verkið byrjar á töfralykkju en með þeirri aðferð er forðast að hafa gat í miðju (eins og kemur í loftlykkju hring) Haldið í endann á garninu og snúið einn hring um vinstri vísifingur þá myndast hringur. Haldið hringnum milli vinstri þumalfingurs og löngutöng, garnið leggst yfir vísifingur. Stingið heklnálinni gegnum hringinn og sækið garnið og gerið 1 LL, héreftir heklast FL utanum hringinn. Þegar þú ert komin með allar FL er dregið í endann og hringnum lokað. Gangið frá endanum á bakhlið. Haldið áfram að hekla í hring.
Þá byrjum við:
Höfuð
Með brúnu
1. umf – gerið töfralykkju með 6 FL (6)
2. umf – 2 FL í hverja L (12)
3. umf – *1 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (18)
4. umf – *2 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (24)
5. umf – *3 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (30)
6. umf – *5 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (35)
Slítið garnið og gangið frá enda.
Með brúnu
1. umf – gerið töfralykkju með 6 FL (6)
2. umf – 2 FL í hverja L (12)
3. umf – *1 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (18)
4. umf – *2 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (24)
5. umf – *3 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (30)
6. umf – 1 FL í hverja L (30)
7. umf – *5 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *_* 5x (35)
8-13. umf – 1 FL í hverja L (35)
Ekki slíta garnið
Heklið flata stykkið við höfuðið með KL. Snúið hringlótta hlutanum að ykkur og heklið stykkin saman með KL. Byrjaðu þar sem þú gekkst frá endum á flata stykkinu.
Fyllið með tróði áður en þú lokar.
Gerið KL í fyrstu KL á hringnum. Slítið ekki frá
Heklið nú í Lukkjurnar úr 6. umf (síðustu) á flata stykkinu. 1 KL, 2 FL, 1 HST,
4 ST, 1 HST, 2 FL, 1 KL. Það leggst nú yfir flata stykkið. Slítið garnið en skiljið eftir nógan enda til að sauma lukkjurnar fastar á ávala augnstykkinu sem þú ert að fara að gera. Notaðu líka þennan enda til að sauma neðsta hlutann af augnstykkinu fast við höfuðið. Passaðu að snúa “betri” hliðinni á augnstykkinu út.
Augnstykki 2 stk (ávöl augnstykki)
Með ljósbrúnu
1. umf – 15 LL, snúa við sleppa fyrstu L, 13 FL, 4 FL í síðustu LL. Snúa við og heklið tilbaka í sömu LL, 12 FL, 4 FL í síðustu LL. (33)
2. umf – (Sleppið 1 L sem er undir síðustu 4FL) 13 FL, 1 HST, 3 ST í næstu L, 1 HST, 3 ST í næstu L, 1 HST (36)
Endið á KL og gangið frá enda á fyrra stykkinu. Þegar seinna stykkið er tilbúið eru þau hekluð saman með KL, þá færðu þykkara stykki. Slíttu garnið og gangið frá endum.
(Mér finnst best að sauma augun á allra síðast, þá sér maður best hvar þau eiga að vera til að líta sem best út)
Trýni
Með ljósbrúnu
1. umf – Töfralykkja með 5 FL (5)
2. umf – 2 FL í hverja L (10)
3. umf – *1 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 5x (15)
4. umf – 1 FL í hverja L (15)
5. umf – *4 FL, 2 FL í hverja L* endurtakið frá *-* 3x (18)
6-7. umf – 1 FL í hverja L (18)
8. umf – 9 FL slítið garnið en skiljið eftir nógan enda til að sauma trýni fast við höfuðið. Passið að snúa trýninu þannig að síðustu 9 FL séu neðst, en síðustu L úr 8. umf. festast við augnstykkið.
Fyllið með tróði áður en lokað er fyrir og gangið frá endum. Saumið 2 augu á apann með svörtu bómullargarni, festið á ávala augnstykkið.
Búkur
Með brúnu
1. umf – töfralykkja með 6 FL (6)
2. umf – 2 FL í hverja L (12)
3. umf – *1 FL, 2 FL í næstu L* endurt frá *-* 6x (18)
4. umf – *2 FL, 2 FL í næstu L* endurt frá *-* 6x (24)
5. umf – *3 FL, 2 FL í næstu L* endurt frá *-* 6x (30)
6-7. umf – 1 Fl í hverja L (30)
8. umf – *4 FL, 2 FL í næstu L* endurt frá *-* 6x (36)
9-12. umf – 1 FL í hverja L (36)
13. umf – *4 FL, 2 FL teknar saman* endurt frá *-* 6x (30)
14-15. umf – 1 FL í hverja L (30)
16. umf – *3 FL, 2 FL teknar saman* endurt frá *-* 6x (24)
17-23. umf – 1 FL í hverja L (24)
24. umf – *2 FL, 2 FL teknar saman* endurt frá *-* 6x (18)
25. umf – *1 FL, 2 FL teknar saman* endurt frá *-* 6x (12)
Fyllið með tróði
26. umf – *2 FL teknar saman* endurt frá *-* 6x (6)
Slítið frá, en skiljið eftir enda til að sauma höfuðið fast við búkinn. Takið síðustu 6 L saman áður en höfuðið er saumað á.
Saumið höfuðið á búkinn.
Magi
Með ljósbrúnu (sami litur á hendur, fætur, munn og augu)
1. umf – Töfralykkja með 6 FL (6)
2. umf – 2 FL í hverja L (12)
3. umf – *1 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (18)
4. umf – *2 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 6x (24)
5. umf – 1 FL í hverja L (24)
Saumið fast við búkinn, en helst eftir að fætur eru komnir á til þess að það sé rétt staðsett.
Hendur 2 stk.
Með ljósbrúnu (sami litur á hendur, fætur, munn og augu)
1. umf – Töfralykkja með 5 FL (skiljið eftir ca 10 cm langan enda til að sauma stálvírinn fastann. Takið endann útfyrir til að þræða á eftir.
2. umf – 2 FL í hverja L (10)
3-12. umf – 1 FL í hverja L (10)
Skiptið í dökkbrúnann
13-39. umf – 1 FL í hverja L (10)
Beygið stálvírinn og setjið í hendurnar. Saumið hann fastann neðst með spottanum frá byrjun, svo vírinn losni ekki með tímanum.
Fyllið með tróði
Klippið stálvírinn í sömu lengd og hendurnar, til þess að þeir haldist stífir.
40. umf – 2 FL teknar saman (5)
Takið síðustu 5 L saman, gangið frá endum
Beygið vírinn eins og þið viljið hafa hann, þú getur beygt hann á þann veg sem þú vilt að apinn hangi. En getur alltaf beygt hann að vild.
Fætur 2stk
Með ljósbrúnu (sami litur á hendur, fætur, munn og augu)
1. umf – Töfralykkja með 5 FL (skiljið eftir ca 10 cm langan enda til að sauma stálvírinn fastann. Takið endann útfyrir til að þræða á eftir)
2. umf – 2 FL í hverja L (10)
3-12. umf – 1 FL í hverja L (10)
Skiptið í dökkbrúnann
13-16. umf – 1 FL í hverja L (10)
17. umf – *4 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 2x (12)
18-19. umf – 1 FL í hverja L (12)
20. umf – *3 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 2x (15)
21. umf – 1 FL í hverja L (15)
22. umf – *4 FL, 2 FL í næstu L* endurtakið frá *-* 3x(18)
23-24. umf – 1 FL í hverja L (18)
25. umf – *4 FL, 2 FL teknar saman* endurtakið frá *-* 3x (15)
26. umf – 1 FL í hverja L (15)
27. umf – *1 FL, 2 teknar saman* endurtakið frá *-* 5x (10)
Beygið hálfan stálvír og setjið í fætur, saumið fast með spottanum sem var skilinn eftir í byrjun. Fyllið með tróði.
Klippið vírinn í sömu lengd og fætur til þess að þeir haldist beinir.
28. umf – *2 FL teknar saman* endurtakið frá *-* 5x (5)
Slítið frá og dragið garnið gegnum síðustu 5 L festið vel og gagnið frá endum.
Beygið vírinn til að mynda fót.
Samsetning
Sameinið stykkin í þessari röð:
Augnstykki og trýni á höfuð
Höfuðið á búkinn
Hendur og fætur á búkinn (eftir að höfuð er komið á)
Magi á búk (eftir að fætur er komnir á)
Mér hefur fundist best að sauma svörtu augun á allra síðast þá sér maður best hvar þau eiga að vera.
Hendur og fætur geta verið fest á búkinn með 2 ólíkum aðferðum.
1. Takið band og festið vel á ytri hliðina af hendi/fæti ca 3-4 umf neðan við efsta hluta. Þræðið hinn endann og stingið í gegnum hendi/fót, búk og hina hendina/fótinn. Festið bandið nú á ytri hliðinni á þeirri hendi/fæti. Nú geta hendur og fætur snúist 360 gráður.
2. Takið band og gerið nokkra hnúta yfir hvern annan, þannig að þeir fari ekki í gegnum lykkjurnar á höndum og fótum. Þræðið í gegnum hendi/fót, búk, hendi/fót og gerið nokkra hnúta þar líka þétt við hendi/fót. Á þennan hátt geta hendur og fætur snúist 360 gráður og hægt er að hengja apann upp. Hætta er þó á að hnútarnir fari í gegnum lykkjurnar með tímanum og þarf þá að endurtaka hnútagerðina.
Ég mæli með aðferð nr. 1 þar sem hún gefur sömu niðurstöðu og virkni en er endingarbetri.
Uppskrift er birt með góðfúslegu leyfi  höfundar og kemur frá FÖNDRU  HÉR