Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Syndsamlegar súkkulaðikökur

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar:
Smyrjið sex lítil suffleform með smjöri. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við vægan hita. Þeytið eggjarauður og egg saman, bætið flórsykri út í og þeytið vel.
Hellið súkkulaðiblöndunni samanvið og hrærið vel í á meðan og blandið að lokum hveiti saman við. Skiptið deiginu í formin og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 11–12 mínútur.
Kökurnar verða enn betri ef þær hafa verið settar í kæli áður en þær eru bakaðar og bornar svo fram heitar beint úr ofninum.

 

Hráefni

Uppskrift er fyrir 6

140 g smjör
140 g 70% súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 g flórsykur

Uppskriftarvefur Nóatúns sjá HÉR