Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Þessir vinsælu smáréttir eru frábærir í áramótapartýið

Kartöfluhýði fyllt með brokkolí, beikon og cheddarosti með lárperumauki

8 stk meðalstórar kartöflur
PAM olíusprey
¼ tsk salt
200 g brokkolí, saxað
3–4 stk beikonsneiðar
150 g cheddarostur, rifinn

Hitið ofninn í 220°C. Sjóðið kartöflurnar þar til hægt er að stinga prjóni í gegnum þær. Raðið beikoninu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 15–20 mínútur. Kælið beikonið og klippið það niður í smábita. Skerið kartöflur í tvennt og skafið innan úr þeim. Spreyið kartöfl-urnar að innan sem utan með olíu. Raðið kartöflunum á ofnplötu og bakið í 20 mín. Gufusjóðið brokkolíið í 3–4 mínútur. Blandið beikoni, brokkolí og osti saman í skál og fyllið kartöfluhýðin. Lækkið ofnhitann í 200°C og bakið kartöflurnar í 5 mín. eða þar til að osturinn bráðnar. Berið kartöflurnar fram með lárperumauki.

Bruchetta með camembert og mango chutney

8 stk baguette brauðsneiðar
½ stk camembert, þunnskorinn í 8 sneiðar
4 msk mangó chutney
2 msk ferskt kóríander

Grillið brauðsneiðarnar undir heitu grillinu í ofninum. Leggið camembert ofan á hverja þeirra og setjið 1 tsk af mangó chutney ofan á. Skreytið brauðin með kóríanderlaufum.

Beikondöðlur fylltar með rjómaosti

25 stk. döðlur
5 msk. rjómaostur frá Gott í matinn
2 msk. hnetusmjör
1 pakki beikon

Skerið smá rauf í döðlurnar.

Blandið saman rjómaosti og hnetusmjöri, setjið í zip-lock poka og klippið lítið gat á endann. Sprautið fyllingu í hverja döðlu.

Klippið beikonið í tvennt og vefjið því síðan utan um döðlurnar. Gott er að miða við að minnsta kosti 1 ½ til 2 hringi af beikoni á hverja.

Hitið í ofni við 200°C þar til beikonið fer að dökkna.

 

Heit rjómaostaídýfa – Eðla

1 askja rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn (400 g)
1 krukka salsasósa að eigin vali (magn eftir smekk)
1 poki rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
1 poki nachos flögur að eigin vali

1. Setjið rjómaost í botn á eldföstu móti. Ef formið er lítið þarf ekki heila dós af rjómaostinum.
2. Dreifið næst úr salsa sósunni yfir rjómaostinn, magn fer eftir smekk.
3. Hellið rifnum osti yfir.

Ídýfan er svo hituð í ofi í 20 mínútur við 200° og þá er hún tilbúin.
Berið fram með uppáhalds nachos-flögunum ykkar.
Bersmile broskall 

Það er lítið mál að bæta fleiri hráefnum við eðluna, eins og stökku beikoni, grilluðum kjúkling, jalapeno, svörtum baunum, oreganó eða hverju sem ykkur dettur í hug – en einfalda útgáfan stendur alveg fyrir sínu.