Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskriftir af heitum drykkjum fyrir yndislegan tíma sem er framundan!
-HVÍTT SÚKKULAÐI & BAILEY’S KAFFI
Uppskrift fyrir einn bolla.

2x dl mjólk
20 gr hvítt súkkulaði
2x matskeiðar Bailey’s
Sjóðið í potti við vægan hita þar til mjólkin fer að freyða, fjarlægið af hita og berið fram.

-PIPARKÖKU LATTE
Uppskrift fyrir einn bolla.2 1/2  dl mjólk
1/2 dl sterkt kaffi
1/2 tsk púðursykur
2x piparkökur
Setjið mjólk, kaffi og sykur í pott, sjóðið við vægan hita og hrærið þar til suða kemur upp. Bætið við piparkökum og hrærið þar til þær hafa bráðnað og berið fram.


ÍRSKT KAFFI MEÐ SÚKKULAÐI OG COINTREAU
Uppskrift fyrir einn bolla.

2 1/2 dl vatn
1 1/2 msk kaffi
2x molar 70% súkkulaði 
2x msk cointreau
örlítið sykur ( eftir smekk)

Komið upp suðu á vatni, bætið við kaffi. Bætið við súkkulaði og líkjöri. Berið fram með þeyttum rjóma.


 -SÚKKULAÐI SKEIÐAR

Tilbúnar súkkulaði skeiðar til að hræra í heitum bolla af mjólk eða kaffi.
Auðvelt og skemmtilegt t.d. fyrir gestina í jólaboðinu.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið skeiðar á bökunarpappír með eitthvað undir skaftinu, t.d. tusku. Hellið bráðnu súkkulaðinu ofan í skeiðarnar og skreytið eftir vild. Leyfið að kólna í allavena 2 klst. eða setjið í kæli til að flýta fyrir.

-PIPARMYNTU SÚKKULAÐI
Uppskrift fyrir einn bolla.2 dl mjólk
6x súkkulaði molar
1/2 tsk piparmyntu dropar
Sjóðið við vægan hita og berið fram.

ALDIS ATHITAYA

krom215-2