Íris Tara skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Vaknaðu með fallegar og náttúrulegar krullur !

Skref 1: Eftir hárþvott leyfið hárinu að þorna aðeins svo það sé ekki rennandi blautt heldur rakt. Ef hárið ykkar heldur krullum ekki vel er gott að nota serum eða froðu til að ná fram betri krullum, hægt er að fá slík efni á flestum hárgreiðlsustofum, apótekum og stórvöruverslunum. Skiptið hárinu í 4 hluta og byrjið að rúlla upp hárinu í litla snúða

Skref 2: Notið ömmuspennur til að festa snúðana, því fastar sem þið snúið hárinu því meiri og þéttari verða krullurnar

Skref 3: Endurtakið fyrir alla 4 snúðana

Skref 4: Spreyið yfir hárið smá hárspreyi til að ná betri festu..

Skref 5: Til að ná sem bestum árangri er gott að hafa snúðana í hárinu í nokkra klukkutíma eða þar til hárið er þurrt, best væri að sofa með þá.

Skref 6: Einnig er hægt að nota blásara og þurrka hárið vel með snúðunum í. Losið síðan snúðana varlega og spreyið aftur með hárspreyi !

Skref 7: Voila ! Fallegar og náttúrulegar krullur !

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR