Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Uppskrift – Vatnsdeigsbollur og þrjár frábærar fyllingar sem allir elska

Nú líður að bolludegi og flestir landmenn gæða sér á einni rjómabollu eða svo ekki eins og einhver sé að telja .  Í bakaríum landsins er að finna  mikið úrval af girnilegum bollum með ennþá girnilegri fyllingum.  Hérna er uppskrift af vatnsdeigsbollum og þrjár sjúklega góðar fyllingar í þær nammmmmmmmmm

vatnsdeigsbollur

Uppskriftin gefur um það bil 12 bollur, en fer eftir stærð bollana hversu margar bollur nást úr uppskriftinni.

Inniihald
3 dl vatn
130 g smjör
190 g hveiti
5 stk egg
Aðferð:
Bollur aðferð:Setjið saman vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp. Bætið í hveiti og hrærið vel í með sleif. hrærið þar til deigið hefur samlagast vel. Takið af hitanum og kælið örlítið . Hrærið loks eggjum einu og einu í einu hrærið vel á milli. Sprautið á plötu eða setjið með skeið. gætið að því að bollurnar verði ekki og stórar svona u.þ.b munnbiti. Bakið við 180°C í 15-18 mínútur    uppskrift frá gott í matinn HÉR 

 

Fyllingar

 

nutella-cream-puffs-2-www-scarletscorchdroppers-com

Banana og Nutella rjómi

4 dl rjómi

1 þroskaður banani

3 matskeiðar Nutella

Rjóminn þeyttur og bananinn og nutella stappað saman og sett varlega út í rjómann með sleif.

tumblr_ndn1duLf881tepagno1_400

 Hindberjarjómi

4 dl rjómi
1 pakki frosin hindber
3-5 msk flórsykur
Byrja á því að þýða berin og merja þau með töfrasprota eða gaffli og blanda þeim svo saman við flórsykurinn. Blanda síðan saman við þeyttan rjóma með sleif.

product_205

Karamellufylling

4 dl rjómi

Royal karamellubúðingur

blandið duftinu úr pakkanu saman við mjólk  (setjið aðeins  helming af magni vökvans sem tilgreint er á pakkningunni). Látið stífna í 20 -30 mínútur inn í ísskáp og setjið svo inn í bollurnar ásamt þeyttum rjóma.

Gott að setja smá karamellukurl út í rjómann.