Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Vegan snyrtivörur sem þið verðið að prófa!

GOSH copenhagen er danskt snyrtivörumerki sem leggur mikinn metnað í að búa til gæðamiklar snyrtivörur á góðu verði. GOSH framleiðir vegan vænar og cruelty free snyrtivörur sem við heillumst mikið af. Okkur langar að deila með ykkur nokkrum snyrtivörum sem eru alveg frábærar og ekki skemmir að þær eru 100% vegan!

GOSH lumi drops

Það er alltaf fallegt að vera með ljómandi húð, sama hvaða árstíð er. Ljómadroparnir frá GOSH eru sniðugir og hægt að nýta þá á marga máta. Fallegt er að blanda þeim út í farða, nota þá staðbundið efst á kinnbein, á augabrúnabein, amorsboga eða jafnvel á líkamann til að ljóma eins og gyðja!

Gosh brow sculpting fiber gel

Augabrúnagel sem inniheldur trefjar sem hjálpa til við að láta hárin virðast þéttari og gefa þeim góða fyllingu. Gosh brow sculpting fiber gel kemur í tveimur litum sem ættu að henta fyrir flesta. Burstinn er nettur og er því auðvelt að greiða hárin og ná fram því útliti sem þið sækist eftir. Hægt er að byggja upp augabrúnirnar með trefja gelinu en hægt er að stjórna því vel hversu þykkar eða greiddar þið kjósið að hafa brúnirnar.

Overnight primer oil essence

Olían inniheldur andoxunarefni, fitusýrur og nærandi olíur, fullkomnuð til að hjálpa húðinni að ná hámarks endurnýjun yfir nóttina.Hægt er að nota olíuna eina og sér en einnig er frábært að blanda olíunni saman við farða fyrir jafna og ljómandi áferð. Bless þreytta húð, halló ljómi! Vaknaðu með vel undirbúna, afstressaða og mjúka húð.

Gosh Primer+ illuminating skin perfector

Primer Plus+ illuminating skin perfector er farðagrunnur frá GOSH sem gefur samstundis ljóma, jafnar húðlit, mýkir fínar línur og húðholur verða minna sýnilegar. Primer Plus+ inniheldur ProRenew formúlu sem styður við endurnýjun húðarinnar og Silksoft E-pearl sem gefur rakatilfinningu og skapar lýtalausa áferð á yfirborði húðar. Primer Plus+ má einnig nota yfir dagkrem eða blanda samanvið það til að fá ferskan ljóma í húðina.

GOSH Prime´n set

Æðislegur púður farðagrunnur sem gerir húðina þína slétta og mjög áferðarfallega. Það verður áberandi munur ef þú notar primerinn/farðagrunninn með farða eða púðri frá GOSH. Húðholur og fínar línur minnka áberandi mikið, roði hverfur og húðliturinn verður allur mikið jafnari. Silkikennt púðrið gefur lýtalausa matta útkomu og „airbrush“ útlit. Púðrið má nota eitt og sér á húðina, undir eða yfir dagkrem, og einnig sem farðagrunn. Gott ráð til að halda farðanum allan daginn og húðinni glanslausri er að setja Prim’n set yfir farðann.

GOSH foundation drops

GOSH gefur ekkert eftir þegar kemur að góðum farða. Gosh foundation drops gefa miðlings þekju sem hægt er að byggja upp og skilur eftir sig fallega og jafna áferð. Farðinn kemur í dropateljara en það þarf aðeins nokkra dropa til að fá fallegt ljómandi útlit. Við mælum með því að nota farðabursta eða jafnvel fingurnar til að bera hann á andlitið. Argan olía í farðanum gefur raka, mýlkir og nærir húðina.

Gosh Giant blush

Frábært að nota kremaða kinnaliti til að ná fram náttúrulegri, ljómandi og ferskri húð. Kinnalitastiftin eru Gosh eru litsterk, mjúk og blandast vel á húðinni. Gott er að bera það á kinnar og blanda út með fingrum eða bursta.

GOSH Liquid matte lips

Fljótandi varalitir sem haldast á allan daginn án þess að þurrka varirnar. Til eru til ótal margir litir sem erfitt er að velja á milli!
* Færsla unnin í samstarfi við box12.is