Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Verslunarmannahelgin er að skella á og þá er eins gott að græja sig vel og mæta undirbúinn

Við hjá KRÓM ákváðum að taka saman hagnýtan tékklista fyrir verslunarmannahelgina, en fólk lendir oftar en ekki í því að pakka jafnvel of miklu án þess þó að vera virkilega með hlutina sem að nýtast manni. Hér fyrir neðan getur þú séð lista með hlutum sem að eru mikilvægir í farangurinn fyrir utan mat. Hvert sem förinni er heitið er gott að vera búin að gera ráð fyrir allskonar veðri og búa sig vel.

Fatnaður:

 

 1. ZO-ON – Katla er einangraður með Primaloft-örtrefjaefni sem veitir vörn gegn nöprum vindum og er mjög léttur og flottur.
 2. Lindex – Þessi bleika derhúfa er með satín áferð og bara nokkuð cool
 3. ZO-ON – Það er nauðsynlegt að vera með góðan bakpoka á röltinu um verslunarmannahelgina fyrir aukaföt og annað sem tilheyrir.
 4. Optical studio –  Hversu svalt er að spóka sig um með Ray-ban sólgleraugu.
 5. adidas.is  Flottur stuttermabolur yfir daginn í sólinni (vonandi)
 6. ZO-ON Harpa buxurnar eru einstaklega þægilegar svo ekki sé talað um hvað þær eru flottar. Eiginlega must have!!
 7. adidas.is  Þessi sjúklega flottu strigasór eru ekki bara flottir á litinn.. henta vel í útileguna léttir á fæti.
 8. ntc.is Það er nú bara nánast skylda að vera með mittistösku í mannmergðinni með allt á öruggum stað og svo eru þær líka frekar flottar.

 

 

 1. ZO-ON  Skyggnir er snilld með  með ytra byrði úr vaxlíki sem hrindir frá sér bleytu þessi er í uppáhaldi
 2. Ellingsen  Duggara-peysan  er bæði hlý og flott.
 3. ZO-ON  Agjört möst að vera með góða húfu
 4. ZO-ON  Ok þeir sem eru ekki að fíla það að vera sveittir í gúmmípollabuxum ættu að tékka á þessum Soft Shell buxur, fóðraðar með poly Micro Fleece, vatnsfráhrindandi og góð öndun.
 5. ZO-ON Hanskar eru must og þessir eru þröngir og símavænir
 6. ntc.is  Þessir geta komist yfir hvað sem er sjúklega flottir dr Martens skór
 7. ZO-ON  Bakpoki af flottari gerðinni fyrir allt það sem þú vilt taka með þér í fjörið

Nauðsynlegt að hafa með sér til að redda málunum :

 

 

1. Gúmmítúttur, því það er ekkert meira pirrandi en að þurfa að reima á sig heljarinnar gönguskó þegar þú ætlar að rétt svo að skella þér út í smástund, við mælum auðvitað samt með því að vera líka með góða gönguskó.

2. Teip! Gott teip getur orðið besti vinur þinn á nokkrum sekúndum ef að eitthvað af eftirtöldu gerist:
Tjaldið rifnar, það kemur gat á uppblásnu dýnuna eða svefnpokann, tjaldstóllinn brotnar eða eitthvað álíka óþolandi.

3. Blautklútar og þurrsjampó, það er ekki alltaf aðstaða til að fara í sturtu á tjaldsvæðinu og þá er þetta tvennt nauðsynlegt til að fríska aðeins uppá sig.

4. Vasaljós, Það er ekkert meira pirrandi að sjá  ekki bofs !, nú eða ef að þú þarft að létta aðeins á þér í vafasömum runna í tunglsljósinu.

5. Plástur , verkjatöflur og sólarvörn , þetta er eitthvað sem að gleymum alltof oft að taka með og þurfum stundum að nota efað fólk er að fara óvarlega nálægt grillinu, í rosalegum útileikjum eða bara fer óvarlega í bakkusinn á góðu sumarkvöldi við gítarleik, þá eru verkjatöflurnar nauðsynlegar

6. Flugnanet, þú færð ódýr flugnanet á næstu bensínstöð og þetta er eitthvað sem að er alveg nauðsynlegt á sumum svæðum á Íslandi, flugnaher getur eyðilagt kvöldið á 1 mínútu.

8. Eldspítur, ef að þú kannt ekki að kveikja eld með hugarorkunni eða steinum þá er skemmtilegt að muna eftir annaðhvort eldspýtum eða kveikjara þegar á að fíra upp í grillinu.

9. Spilastokkur, getur gert skemmtilegt kvöld enn skemmtilegra, ekkert vesen bara henda í Olsen Olsen.

10. Pappír – álpappír og  klósettpappír  must have

11. Plastpokarúlla getur bjargað -t.d Fyrir rusl, og  setja í skóna ef það rignir glatað að vera blautur í fæturna

12. Söngbók, hér á það sama við og um spilastokkin. Góð söngbók getur breytt stærstu skeifunum í breiðustu brosin.

 

Já og svo þarf að sjálfsögðu að huga að góðu tjaldi, svefnpoka og tilheyrandi

 

Góða skemmtun og gangið hægt um gleðinnar dyr!!