Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Victoria Beckham fékk heiðurs-orðu fyrir framlag sitt til tísku

Victoria Beckham fékk orðu fyrir framlag sitt til tísku,  athöfnin fór fram í Buckinghamhöll og var það  prins William sem heiðraði hana.

Þetta er mikill heiður og viðurkenning  fyrir Victoriu og var hún mjög ánægð en eiginmaðurinn hennar David Beckham fékk samskonar orðu árið 2003.

Victoria á þessa orðu svo sannarlega skilið enda flottur og hæfileikaríkur fatahönnuður.

Börnin hennar fjögur og David voru stolt af sinni og létu vita af því á samfélagsmiðlum.