ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Við bjóðum Kolbrúnu nýjan bloggara velkomna í króm-teymið og hlökkum til að fylgjast með heimshornaflakkinu

Kynning nýr bloggari á krom.is

Við erum svo heppinn hér á krom.is að fá frábæra viðbót í blogg-teymið okkar enda gaman að fylgjast með þeim sem óhræddir láta drauma sína rætast.   Kolbrún og hennar litla fjölskylda eru sannkallaðir heimshornaflakkarar og njóta þess að kynnast heiminum og upplifa nýja hluti.

Nafn : Kolbrún Inga Stefánsdóttir

Áhugamál : fjölskylda,vinir,heilbrigður lífstíll svo elska ég falleg tattoo.

Hvar á hnettinum býrðu núna? Ég “bý” í Noregi en erum ekki búin að verð þar síðan snemma í sumar. Við leigðum út íbúðina okkar í ár og erum að ferðast um heiminn. Erum stödd í Shanghai eins og er en förum til Thailands eftir 2 vikur og munum við vera þar um jólin.

Hvað eruð þið búin að heimsækja mörg lönd? Síðan Atlas fæddist erum við búin að fara til 17 landa en hann er 18 mánaða.

Hvað ætlar þú að blogga um hjá krom.is? Ég kem til með að blogga um ferðalagið okkar og sýna ykkur aðra menningarheima.

Hvaða land hefur heillað þig mest so far? Mexico,Filipseyjar og Thailand eru staðir sem allir ættu að heimsækja á lífsleiðinni.

Hvað finnst þèr skemmtilegt að gera í þínum frítíma? Vera með litlu fjölskyldunni minni.

Súkkulaði eða vanilla? Súkkulaði

Kettir eða hundar? Ég elska hunda en get ekki sagt það sama um ketti.. fengi mér frekar rottu sem gæludýr í staðin fyrir að hafa kött á heimilinu.

Hótel eða tjald? Útilega með góðum vinum er alltaf betra en hótel.

Hælar eða strigaskór? Strigaskór

Hver er þin helsta fyrirmynd í lífinu? Mín allra mesta fyrirmynd er ofurkonan hún mamma mín.

Það verður ekkert smá gaman að fá að fylgjast með þessari fallegu fjölskyldu sem hikar ekki við að fara á vit ævintýranna! Við erum agalega ánægð að fá hana Kolbrúnu til liðs við okkur hér á krom.is!
Þetta verður frábær liður fyrir bloggið okkar!

VIð bjóðum Kolbrúnu velkoma í Króm – teymið